Fréttir

23.4.2024 : Skóladagatal fyrir skólaárið 2024 - 2025

Skóladagatal fyrir skólaárið 2024 - 2025 er komið á heimasíðuna og hægt að sjá þau hér.

...meira

12.4.2024 : Fræðsla um netöryggi- símalaus apríl

Mánudaginn 15. apríl mun Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd halda fræðsluerindi fyrir nemendur í 4.-10. bekk á skólatíma og fyrir foreldra og forráðamenn kl.19:30.

Fræðsluerindin eru:

Netumferðarskólinn -4. - 7. bekkur

Ef þú borgar ekki fyrir vöruna þá ert þú varan - 8.- 10. bekkur

...meira

8.4.2024 : Skáksveit Setbergsskóla sigraði á skákmóti Hafnarfjarðar

Skáksveit Setbergsskóla sigraði á skákmóti Hafnarfjarðar. Allir leikmenn sveitarinnar fóru ósigraðir í gegnum mótið og fengu viðurnefnið Hinir Ósigruðu.

Í sveitinni voru þeir Vilhelm Henrý, Brynjar Þór, Ólafur Breki, Sveinn Aron, Dagur Fannar og Camilo Vasques.

Við óskum þeim til hamingju með sigurinn!Skak


...meira

22.3.2024 : Þemadagar í Setbergsskóla

Í dag var foreldrum boðið til að koma og skoða afrakstur vinnu á þemadögunum sem fram hafa farið í vikunni. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína til okkar og var afskaplega gaman að sjá ykkur öll.

Hér eru nokkrar myndir af verkefnum nemenda.https://www.facebook.com/Setbergsskoli

Páskafrí er í skólanum í næstu viku. Við mætum hress og kát kl 8.30 þriðjudaginn 2.apríl.

Gleðilega páska!

Starfsfólk SetbergsskólaRegnbogi

...meira

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is