Fréttir

12.10.2021 : Bleiki dagurinn

Í ár ber bleika daginn upp á föstudegi, en þann dag erum við í vetrarfríi. Þess vegna ætlum við í Setbergsskóla að klæðast einhverju bleiku MIÐVIKUDAGINN 13. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag.Bleikipardusinn 

...meira

11.10.2021 : Vetrarfrí 14. - 15. október

Fimmtudaginn og föstudaginn 14. og 15. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við minnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundarbíllinn fellur niður.

 

Með góðri kveðju og von um að þið njótið öll þeirra frídaga sem í vændum eru.

Starfsfólk SetbergsskólaVetrarfri_1603206577657

...meira

28.9.2021 : Krakkaberg á skipulagsdegi - SKRÁNING

Mánudaginn 11.október er skipulagsdagur í Setbergsskóla og enginn skóli þann dag. Krakkaberg er opið frá kl. 8:00 - 17:00. En það þarf að skrá sérstaklega á þennan dag.

Þau börn í 1-4.bekk sem ekki eru með vistun í Krakkaberg geta fengið að mæta frá kl 08:00-13:00 með því að senda póst á harpadogg@setbergsskoli.is

...meira

21.9.2021 : Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13:30 - 17:00 í dag

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístunda­starfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is