Fréttir

7.12.2023 : Jóladagskráin í Setbergsskóla

Nú fer að líða að jólum og styttist í stofujól og jólaböll hér í Setbergsskóla.

Fimmtudagur 14. desember:

  • Hátíðarmatur Skólamatar fyrir nemendur og starfsfólk. Þeir sem ekki eru í áskrift geta keypt stakan matarmiða fyrir fram í mötuneyti skólans. Verð 600 krónur.

Þriðjudagur 19.desember (skólastarf skv. stundaskrá):

  • Stofujólin verða á skólatíma og mega nemendur þá koma með sparinesti. Í Setbergsskóla er sparinesti gos eða ávaxtasafi (hámark ½líter.) og smákökur eða sætabrauð (t.d snúður eða kleinur). Við minnum á að Setbergsskóli er hnetulaus skóli.
...meira

10.11.2023 : Skipulagsdagur mánudaginn 13. nóvember

Mánudaginn 13. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

...meira

29.9.2023 : Haustfundir fyrir foreldra og forráðamenn

Fram undan eru haustfundir í öllum árgöngum skólans sem ætlaðir eru foreldrum og forráðamönnum. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í árgangi. Á haustfundum eru valdir bekkjarfulltrúar sem hafa frumkvæði að viðburðum innan bekkja og árganga og eru tengiliðir við foreldrafélag skólans. Þátttaka foreldra/forráðamanna er lykilatriði að jákvæðum árangri og vonast við því til að sjá fulltrúa sem flestra nemenda á fundunum.

...meira

20.9.2023 : Göngum í skólann

Við í Setbergsskóla höfum ákveðið að taka þátt í verkefninu Göngum í skólann, en það er á á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verkefnið hófst 6. september og stendur til 4. október.

Þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

Í ár horfum við til þess að fá nemendur til að koma gangandi í skólann og verður skráningarblað í stofum þar sem nemendur merkja við sinn ferðamáta í skólann. 

...meira

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is