Fréttir

10.1.2022 : Vegna bólusetninga nemenda í 1.- 6. bekk

Þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.- 6. bekk í Setbergsskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar/forsjáraðilar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Krakkaberg verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi eða frá kl. 13:30-17:00. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.

...meira

16.12.2021 : Jólahald í Setbergsskóla

Jólahald er með breyttu sniði þetta árið eins og gefur að skilja. Nemendur og starfsfólk hafa gert sér ýmislegt til tilbreytingar og skemmtunar á aðventunni og jólaandi ríkt í skólanum. Auk jólaföndurs, bæjar- og kirkjuferða, jólasöngs, lesturs bóka og hinnar árlegu jólahurðasamkeppni, svo eitthvað sé nefnt, höfum við haldið aðventustund í bekkjum þar sem nemendur hafa gætt sér á kakói og smákökum. Nemendur í 1. -7. bekk fengu jólaföndur frá foreldrafélaginu. Við þökkum þeirra framlag til skólastarfsins.Jolakulur-300-x-150-x-72

...meira

10.11.2021 : Skipulagsdagur mánudaginn 15. nóvember

Mánudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

Krakkaberg er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Opið verður í Krakkabergi frá kl 8:00-17:00. Foreldrar þurfa að sækja sérstaklega um fyrir þennan dag, skráning er hafin og lýkur henni á miðnætti fimmtudaginn 11.11.2021. Starfsdagur_kennara12

...meira

28.10.2021 : Setbergsskóli – hnetulaus skóli

Í Setbergsskóla eru nokkrir nemendur með bráðaofnæmi fyrir hnetum og mikilvægt fyrir okkur öll að taka tillit til þeirra þar sem hnetur geta valdið mjög hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Setbergsskóli er því hnetulaus skóli sem þýðir að hvorki nemendur né starfsmenn koma með hnetur af neinni gerð í skólann. Hér er bæði átt við jarðhnetur og trjáhnetur.

Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið ofnæmisviðbrögðumNopeanut1

...meira

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is