Fréttir

10.6.2021 : Opnunartími skrifstofu sumarið 2021

Opnunartími skrifstofu Setbergsskóla sumarið 2021 er eftirfarandi:

14.-18. júní er opið kl. 10:00-14:00

21. júní til 6. ágúst er lokað vegna sumarleyfa

9. til 13. ágúst er opið kl. 10:00-14:00

Frá 16. ágúst hefst vetrartími skrifstofu. Þá er hún opin frá kl. 7:45-15:00 alla daga vikunnar nema á föstudögum lokar skrifstofa kl. 14:00

Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið setbergsskoli@setbergsskoli.is

Njótið sumarsins,

Með sumarkveðju

Starfsfólk Setbergsskóla

...meira

3.6.2021 : Bætt umferðaröryggi – rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I

Frá Samgöngustofu:

Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi. 

...meira

31.5.2021 : Skólaslit og útskrift fimmtudaginn 10. júní

Skólaslit fyrir nemendur í 1. – 9. hefjast með stuttri samveru á sal skólans en nemendur fara því næst í heimastofur með umsjónarkennurum og kveðjast þar. Farið verður að gildandi samkomutakmörkunum og aðeins einn aðstandandi getur fylgt hverju barni við skólaslit sem verða sem hér segir:

· 1. og 2. bekkur kl. 9:00

· 3. og 4. bekkur kl. 9:30

· 5. - 7. bekkur kl. 10:00

· 8. og 9. bekkur kl. 10:30

Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 10. júní kl. 12:00.

Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 12:00. Gert er ráð fyrir að útskrift á sal taki um eina klukkustund. Vegna samkomutakmarkana getum við aðeins tekið á móti tveimur aðstandendum með hverjum útskriftarnema. Að lokinni útskrift verður boðið upp á veitingar og verða þær með einföldu sniði að þessu sinni.

...meira

28.5.2021 : Bilun í símkerfi - vinsamlega sendið póst á setbergsskoli@setbergsskoli.is

Best er að skrá veikindi og leyfi nemenda beint inni í Mentor, leiðbeiningar er að finna í handbók fyrir foreldra á heimasíðu.

Ef nauðsyn ber til er hægt að hringja í farsíma skólastjórnenda: María 664 5880 og Margrét Ólöf 664 5803.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is