Fréttir

18.1.2021 : Samrómur - Lestrarkeppni grunnskólanna

Söfnum íslenskum raddsýnum dagana 18. til 25. janúar, allir sem koma að Setbergsskóla; nemendur, foreldrar og forráðamenn ásamt starfsfólki.

 

...meira

16.12.2020 : Jólahald í Setbergsskóla

Jólahald er með breyttu sniði þetta árið eins og gefur að skilja. Nemendur og starfsfólk hafa gert sér ýmislegt til tilbreytingar og skemmtunar á aðventunni og jólaandi ríkt í skólanum. Auk jólaföndurs, bæjar- og kirkjuferða, jólasöngs, lesturs bóka, rafrænna rithöfundaheimsókna og hinnar árlegu jólahurðasamkeppni, svo eitthvað sé nefnt, höfum við haldið aðventustund í öllum bekkjum þar sem nemendur hafa gætt sér á kakói og smákökum og allir hafa tekið þátt í piparkökumálun sem foreldrafélagið stóð fyrir. Við þökkum þeirra framlag til skólastarfsins.Jolakulur-300-x-150-x-72

...meira

11.12.2020 : Frístundarbíllinn

Síðasti dagur frístundarbílsins verður föstudaginn 18. desember

Fyrsti dagur á nýju ári verður mánudaginn 4. janúar 2021

Bíllinn keyrir ekki í vetrarfríi, 22. - 23. febrúar 2021

Bíllinn keyrir ekki í páskafríi, 29. - 31. mars 2021

Keyrt er á æfingar sem hefjast kl. 15 og kl. 16 frá öllum frístundarheimilum í Hafnarfirði á sömu staði og síðasta ár.Bill 

...meira

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is