Jólahald í Setbergsskóla

16.12.2021

Jólahald er með breyttu sniði þetta árið eins og gefur að skilja. Nemendur og starfsfólk hafa gert sér ýmislegt til tilbreytingar og skemmtunar á aðventunni og jólaandi ríkt í skólanum. Auk jólaföndurs, bæjar- og kirkjuferða, jólasöngs, lesturs bóka og hinnar árlegu jólahurðasamkeppni, svo eitthvað sé nefnt, höfum við haldið aðventustund í bekkjum þar sem nemendur hafa gætt sér á kakói og smákökum. Nemendur í 1. -7. bekk fengu jólaföndur frá foreldrafélaginu. Við þökkum þeirra framlag til skólastarfsins.

Í stað hefðbundinna jólaskemmtana sem falla niður í þetta sinn þar sem við erum að halda árgögnum sem mest aðskildum verða hátíðleg stofujól í öllum árgöngum. Skipulagið á fimmtudag og föstudag verður með þessum hætti:

  • Fimmtudaginn 16. desember mæta unglingar samkvæmt stundatöflu. Stofujólin þeirra verða svo kl. 19:30 – 21:30 og eru nemendur unglingadeildar þar með komnir í jólaleyfi.
  • Föstudaginn 17. desember mæta nemendur í 5. – 7. bekk á stofujól kl. 9:00 – 10:30. Allir mæta í sína heimastofu.
  • Föstudaginn 17. desember mæta nemendur 1. – 4. bekkja á stofujól kl. 9:00 – 11:00. Allir mæta í sína heimastofu. Hver árgangur fyrir sig mun svo koma saman á sal og dansa kringum jólatréð. Þennan dag verður boðið upp á morgungæslu frá kl. 7:30 og þar til stofujól hefjast. Eftir stofujólin tekur Frístund við þeim börn sem þar eru skráð.

Föstudagur 17. desember er síðasti skóladagur fyrir jól hjá 1. – 7. bekk.

Skólastarf hefst aftur þriðjudaginn 4. janúar 2022 samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk Setbergsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, árs og friðar.

Megið þið njóta jólahátíðarinnar sem allra best og eiga notalegar stundir yfir hátíðirnar. Hlökkum til samstarfsins á nýju ári.

Jolakulur-300-x-150-x-72


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is