Haustfundir fyrir foreldra og forráðamenn

29.9.2023

Fram undan eru haustfundir í öllum árgöngum skólans sem ætlaðir eru foreldrum og forráðamönnum. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í árgangi. Á haustfundum eru valdir bekkjarfulltrúar sem hafa frumkvæði að viðburðum innan bekkja og árganga og eru tengiliðir við foreldrafélag skólans. Þátttaka foreldra/forráðamanna er lykilatriði að jákvæðum árangri og vonast við því til að sjá fulltrúa sem flestra nemenda á fundunum.

Fundirnir verða haldnir á sal skólans klukkan 8:30 - 9:30 sem hér segir:

· 6. og 7. bekkir mánudaginn 2.október.

· 4. bekkur þriðjudaginn 3.október.

· 9. og 10. bekkir miðvikudaginn 4.október.

· 2. og 3. bekkir fimmtudaginn 5.október.

· Haustfundir í 1. 5. og 8. bekk verða auglýstir síðar.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is