Bleiki dagurinn

12.10.2021

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. 

Í ár ber bleika daginn upp á föstudegi, en þann dag erum við í vetrarfríi. Þess vegna ætlum við í Setbergsskóla að klæðast einhverju bleiku MIÐVIKUDAGINN 13. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. 

Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Við hvetjum fólk því til að njóta saman dagsins á skemmtilegan hátt og vekja um leið athygli á árveknisátakinu.

Bleikipardusinn


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is