Sparinesti

Einstaka sinnum mega nemendur koma með sparinesti í skólann. Reynt er að stilla þeim dögum í hóf svo hægt sé að tala um spari (tvö til þrjú skipti sem dreifast yfir skólaárið). Sparinesti er tilbreyting frá því sem er venjulega. Dæmi um sparinesti (tvennt til þrennt af listanum): Hreint gosvatn, mjólk, kakómjólk, ávaxtasafi, ávaxtastöng, snúður, kex, smákökur (fyrir jólin), samlokur, snakk, poppkorn og saltstangir. Upplagt er að koma líka með ávexti og/eða grænmeti sem eru alla jafna ekki með í morgunnestinu.

SparinestiUppfært: 11.11.2022


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is