Brons í Skólahreysti

8.5.2023

Setbergsskóli sendi í ár kröftugt lið til keppni í Skólahreysti. Við vorum í 7. riðli keppninnar í ár sem fram fór í Laugardalshöll fimmtudaginn 4. maí og sýnd var í beinni útsendingu á RÚV.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/skolahreysti/34046/a4m0f7

Þetta var jafn og spennandi riðill þar sem úrslitin réðust í síðustu greininni en hraðabrautin hefur tvöfalt vægi á við aðrar greinar og þar lentum við í öðru sæti. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og enduðu að lokum í þriðja sæti riðilsins.

Þessi glæsilegi árangur er annar besti árangur skólans í Skólahreysti frá upphafi og þá er skemmtilegt að segja frá því að af þeim 72 skólum sem tóku þátt í keppninni í ár að þá var einungis einn skóli sem náði að gera fleiri armbeygjur en Setbergsskóli.

Keppnislið Setbergsskóla:

Anna Rakel Snorradóttir úr 10. bekk - Armbeygjur og hreystigreip

Dagur Sölvi Ólafsson úr 10. bekk - Upphýfingar og dýfur

Anton Sigurðarson úr 10. bekk - Hraðaþraut

Lilja Karítas Sigurðardóttir úr 9. bekk - Hraðaþraut

Varamenn komu báðir úr 10. bekk:

Sigurrós Hauksdóttir

Þórhallur Ragnar Svansson

Til hamingju Setbergsskóli !

Mynd7Mynd1Mynd6Mynd4Mynd3


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is