Símafrí í apríl 2024 í grunnskólum Hafnarfjarðar

21.3.2024

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að símafrí verði í öllum grunnskólum bæjarins í apríl 2024. Í því felst að ekki verði heimilt að vera með síma uppi við á skólatíma en hingað til hafa nemendur í unglingadeild fengið að nota símann sinn á ákveðnum svæðum í frímínútum og því snertir símafríið óneitanlega mest nemendur unglingadeildar. Fræðsluráð veitir fjármagni í þetta verkefni og munum við nýta það til kaupa á ýmissi afþreyingu fyrir nemendur í samráði við þau. Fundað hefur verið með fulltrúum í nemendafélagi skólans til undirbúnings þessa verkefnis og kennarar rætt við sinn nemendahóp.

Við munum bjóða upp á ýmsa afþreyingu fyrir nemendur; spil, jóga, hugarfrelsi, tafl, útileiki, örkynningar, just dance og fleira skemmtilegt. Opið verður inn í tvær stofur í unglingadeild meðan á símafríinu stendur auk þess sem krakkarnir eru velkomin á bókasafnið. Við lítum á þetta sem tækifæri til að líta upp úr símunum og njóta skemmtilegrar samveru.

Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldar og forráðamenn styðji vel við þetta átak og auðvitað væri auðveldast að símar væru heima. Ef trufun verður af símanotkun verður haft samband við forráðamenn.

Við erum bjartsýn og hlökkum til að sjá hvernig gengur og munum leyfa ykkur að fylgjast með.

Með páskakveðju, starfsfólk Setbergsskóla.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is