Vegna verkalls BSRB

22.5.2023

Því miður hefur enn ekkert breyst í deilu BSRB við sveitarfélögin og mun því skólahald raskast næstu daga eins og tilkynnt var fyrr í vikunni.

Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 12:00 á mánudag og verður skólahald með eðlilegum hætti frá þeim tíma og það sem eftir lifir dags. Fristund verður opin eins og venjulega.
Ekki verður hægt að bjóða upp á hádegismat fyrir nemendur í 1 - 4. bekk þar sem matartíminn þeirra er fyrir kl. 12:00 en nemendur í 5 - 10. bekk frá hádegismat eins og venjulega.

Verði breytingar á fyrirkomulagi skólahalds meðan á verkfalli stendur munuð þið fá tilkynningu um leið og slíkt liggur fyrir.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is