Veikindi og leyfi nemenda

Veikindi nemenda 

Opnað hefur verið fyrir þann möguleika að foreldrar geti sjálfir skráð veikindi barna sinna í heilum dögum í gegnum heimasvæði á Mentor.is.  Mest er hægt að skrá tvo daga í senn. Til þess að skrá veikindin er farið inn á fjölskylduvefinn á spjald barnsins/nemandans, hægra megin efst. Undir ástundun er tengill sem á stendur skrá veikindi. Smellt er á skrá veikindi og þá kemur upp spjald þar sem gefnir eru tveir möguleikar í dag eða á morgun, þar er merkt við það sem við á og færsla send. Þegar starfsmaður skólans hefur móttekið veikindaskráninguna, fá foreldrar sjálfkrafa senda tilkynningu til staðfestingar skráningunni.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofu skólans og tilkynna um veikindi nemenda. Ef veikindi eru áframhaldandi eftir helgi er ætlast til að þau séu tilkynnt aftur á mánudegi. Forfallaskráning nemenda fer fram eftir kl. 8:00.

Veikist nemendur á skólatíma hafa kennarar eða starfsfólk skrifstofu samband við forráðamenn til að hafa samráð um heimferð nemenda. Ef talin er þörf á, hafa kennarar eða aðrir starfsmenn samráð við hjúkrunarfræðing vegna veikinda nemenda á skólatíma.

Leyfi nemenda 

Fjarvistartilkynning fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar 2020 

Uppfært: 15.01.2021


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is