Setbergsskóli – hnetulaus skóli

28.10.2021

Í Setbergsskóla eru nokkrir nemendur með bráðaofnæmi fyrir hnetum og mikilvægt fyrir okkur öll að taka tillit til þeirra þar sem hnetur geta valdið mjög hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Setbergsskóli er því hnetulaus skóli sem þýðir að hvorki nemendur né starfsmenn koma með hnetur af neinni gerð í skólann. Hér er bæði átt við jarðhnetur og trjáhnetur.

Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið ofnæmisviðbrögðumNopeanut1


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is