Skólareglur

Samkvæmt grunnskólalögum nr. 91/2008, 30. grein, skal setja skólareglur sem kveða á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms og heilbrigðar lífsvenjur.

Markmið skólareglna er að efla góðan starfsanda og ábyrgð nemenda á námi sínu og hegðun. Nemendur eiga rétt á að starfa í skólanum við fyllsta öryggi. Því þurfa öll samskipti milli nemenda innbyrðis og við starfsfólk skólans að byggjast á gagnkvæmri virðingu og jákvæðum aga, en öllum réttindum fylgja skyldur.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is