Siðareglur

Starfsmenn skulu hafa í heiðri virðingu og trúnað í samskiptum bæði innan skóla og utan. Allir starfsmenn skólans eru bundnir þagnarskyldu gagnvart nemendum og foreldrum og undir trúnaðarskjal við ráðningu. Ekki er leyfilegt að tala um einstaka nemendur, nemendahópa né forráðamenn þeirra utan veggja skólans. Starfsmenn skulu einnig gæta sín á umtali innan veggja skólans. Upplýsingar um nemendur er komið til þeirra sem þeim við kemur. Þagnarskylda helst þótt starfsmann láti af störfum. Öllum starfsmönnum ber að gæta fullrar þagnarskyldu um meðferð persónuupplýsinga sem aflað er um nemendur og um allt það sem starfsmenn verða áskynja í starfi sínu. Með öllu er óheimilt að miðla persónuupplýsingum til annarra en þeirra sem þess þurfa vegna starfa sinna. Ávallt skal gæta þess að upplýsingar sem aflað er séu viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang þeirra. Um meðferð og öflum upplýsinga má lesa í reglugerð frá árinu 2009.

Siðareglur Kennarasambands Íslands er að finna á þessari slóð: https://www.ki.is/um-ki/stefna-ki/sidareglur/


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is