Samstarf við leikskóla

Samstarf hefur verið við leikskólana í hverfinu og víðar. Þetta verkefni hefur það að markmiði að mynda brú á milli skólastiga til að gera börnunum flutninginn á milli leik- og grunnskóla léttbærari. Leikskólabörnin í elsta hópi koma í nokkrar  heimsóknir í Setbergsskóla yfir veturinn. Þau skoða skólann, hitta stjórnendur, hitta 1. bekki skólans og heimsækja bókasafnið. Nemendur 1. bekkja í Setbergsskóla fara einnig í heimsóknir í leikskólana í hverfinu. Þetta samstarf á milli skólastiga hefur verið afar ánægjulegt og skilað góðum árangri að mati okkar.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is