Nefndir

Nefndir á vegum Foreldrafélags Setbergsskóla

1.  Fræðslunefnd

Skipuleggur fræðslu til foreldra t.d. í formi fyrirlestra og námskeiða. Fengnir hafa verið ýmsir sérfræðingar, sálfræðingar, félagsfræðingar.

„Skólafærninámskeið“ er haldið á hverju hausti fyrir foreldra barna sem byrja í 1. bekk. Námskeiðið er haldið í samvinnu foreldrafélags og skólans.

„Unglingafærninámskeið“ er haldið á hverju hausti fyrir foreldra barna sem byrja í 8. bekk. Námskeiðið er haldið í samvinnu foreldrafélags og skólans.

Á ofangreindum námskeiðum er farið yfir ýmis mál sem að þessum árgöngum snúa. Fyrirlesarar eru oftast starfsmenn skólans, fulltrúi skólaskrifstofu, utanaðkomandi sérfræðingar, fulltrúar lögreglu og fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins. Í lok beggja námskeiða er námsefnakynning með bekkjarkennurum. Þessi námskeið eru orðin árlegur viðburður og skólastarfinu til sóma.

Í fræðslunefnd situr stjórn Foreldrafélags Setbergsskóla

2.  Jólaföndursnefnd

Skipuleggur jólaföndur í lok nóvember og fær við það hjálp frá bekkjarfulltrúum og nemendum í 10. bekk sem hafa verið með vöfflusölu til styrktar vorferð þeirra í Þórsmörk. Stjórn foreldrafélags Setbergsskóla hefur séð um undirbúning.

3.  Foreldraröltsnefnd

Er samstarfsverkefni íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðarbæjar, lögreglunnar, félagsmiðstöðvanna og foreldrafélaganna í Hafnarfirði. Foreldrar í Setbergsskóla hófu foreldrarölt í janúar 2003. Markmiðið með foreldrarölti er að bærinn okkar verði öruggari og gæta að öryggi barna/unglinga sem eru úti eftir að útivistartíma lýkur. Það hefur sýnt sig að mjög fáir fullorðnir eru til staðar um helgar á þeim stöðum þar sem unglingar safnast saman.

Tilgangurinn er að fá foreldra til þess að vera sýnilegir og til staðar á stöðum þar sem óæskileg hópsöfnun unglinga fer fram eftir að útivistartíma lýkur. Nærvera fullorðinna er áhrifamikil í þeirri viðleitni að minnka áfengis og vímuefnaneyslu, skemmdarverk og ofbeldi.

Frekari upplýsingar: Félagsmiðstöðin Setrið, sími 555 2955 og Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, sími 585 5750

Fulltrúi er: Vala Steinsdóttir
                   valasteins@mac.com


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is