Hugtakakort

Unnið er með hugtakakort í öllum árgöngum Setbergsskóla. Hugtakakortin eru ekki hugsuð sem viðbótarnámsefni heldur námstækni við að tileinka sér efni á árangursríkan hátt. Þegar unnið er með hugtakakort reynir á færni nemenda að draga út meginhugtök og efni texta og raða þeim upp á skipulegan og rökrænan hátt. Hugtakakortin eru misflókin eftir aldri nemenda og eðli texta sem unnið er með. Eftirfarandi er einföld samantekt á því hvernig unnið er með hugtakakort í skólanum.

Nemendur geta verið 2 – 4 í hóp að vinna sameiginlega að gerð hugtakakorts. Nemendur geta jafnframt unnið hugtakakort einstaklingslega.

  1. Texti lesinn
  2. Nemendur skrifa hugtök og dæmi sem þeir muna úr textanum á litla miða. Öllum hugtakamiðunum er safnað saman í einn bunka.
  3. Nemendur flokka miðana og raða þeim síðan á stóra örk.
  4. Nemendur bæta við hugtökum ef þess þarf (t.d. yfirhugtök)
  5. Hugtök eru tengd með línum (tengingar geta einnig verið milli flokka þegar um flóknari kort er að ræða).
  6. Nemendur skrifa á tengilínur, þar sem þess er þörf.
  7. Nemendur raða dæmum við hugtökin.
  8. Nemendur yfirfara kortin með gagnrýni og lagfæra þar til þau mynda heild.
  9. Hugtakakortið endurritað á minna blað (A4). Teiknaðir hringir og línur.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is