Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafi skólans er Kolbrún Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi. Hlutverk hennar er að vera trúnaðar- og talsmaður nemenda í skólanum, standa vörð um velferð þeirra og leita lausna í málum þeirra. Náms- og starfsráðgjafi eru bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru eftirfarandi:

  • Ráðgjöf og fræðsla um náms- og próftækni
  • Ráðgjöf um náms- og starfsval nemenda
  • Ráðgjöf um framhaldsnám
  • Persónuleg ráðgjöf við nemendur
  • Ráðgjöf til foreldra og forráðamanna
  • Ráðgjöf til kennara og starfsmanna skólans
  • Móttaka nýrra nemenda
  • Samstarf við Félagsmiðstöðina Setrið

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í samstarfi við foreldra eftir því sem við á, hefur samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, s.s. sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra í samráði við starfsmenn skólans og foreldra. Öllum nemendum og forráðamönnum stendur til boða að leita til náms- og starfsráðgjafans. Viðtalspantanir fara fram í síma 565 1011 eða í tölvupósti, kolbrun@setbergsskoli.is.

Viðvera náms- og starfsráðgjafa er alla virka daga frá kl. 8:00 – 16:00

Nám:

Tímaáætlanir:

Námstækni:

Kennsluvefir:

Vefsíður um nám og störf:

Annað:


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is