Sérkennsla og námsaðstoð

Á hverju vori fara umsjónarkennarar fram á stuðning fyrir þá nemendur sem sýnt þykir að þurfi á því að halda. Út frá þessum beiðnum er gerð áætlun um sérkennsluþörf nemenda og skólans í heild. Skólaskrifstofan úthlutar svo tímum til skólans. Yfirleitt fást ekki jafn margar sérkennslustundir og þurfa þykir. Sérkennsla nemenda fer fram með ýmsum hætti eftir því sem best er talið henta hverjum og einum. Mikil áhersla er lögð á að sem flestir fái úrræði við hæfi og ýmsir sérfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum. Þáttur foreldra þeirra barna sem njóta sérkennslu er mikilvægur. Áhrif á námsárangur barnanna eru merkjanleg, svo og sú hvatning sem þetta er fyrir kennara barnsins.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is