Skólaslit og útskrift fimmtudaginn 10. júní

31.5.2021

Skólaslit fyrir nemendur í 1. – 9. hefjast með stuttri samveru á sal skólans en nemendur fara því næst í heimastofur með umsjónarkennurum og kveðjast þar. Farið verður að gildandi samkomutakmörkunum og aðeins einn aðstandandi getur fylgt hverju barni við skólaslit sem verða sem hér segir:

· 1. og 2. bekkur kl. 9:00

· 3. og 4. bekkur kl. 9:30

· 5. - 7. bekkur kl. 10:00

· 8. og 9. bekkur kl. 10:30

Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 10. júní kl. 12:00.

Útskrift 10. bekkjar fer fram á sal skólans kl. 12:00. Gert er ráð fyrir að útskrift á sal taki um eina klukkustund. Vegna samkomutakmarkana getum við aðeins tekið á móti tveimur aðstandendum með hverjum útskriftarnema. Að lokinni útskrift verður boðið upp á veitingar og verða þær með einföldu sniði að þessu sinni.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is