Skipulagsdagur mánudaginn 15. nóvember

10.11.2021

Mánudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

Opið verður í Krakkabergi frá kl 8:00-17:00. Foreldrar þurfa að sækja sérstaklega um fyrir þennan dag, skráning er hafin og lýkur henni á miðnætti fimmtudaginn 11.11.2021. 

Ekki verður tekið á móti óskráðum börnum.

Fyrir börn sem eru í krakkabergi: Skráning fyrir lengda viðveru fer fram í gegnum "Mínar síður" -> Grunnskólar/Skráning í frístund og svo er farið í Völu. Vinstri hliðarstikan kemur upp ef ýtt er á línurnar þrjár.

Þau sem eru í 1-4.bekk en ekki skráð í krakkaberg geta skráð börnin til kl 13:00 með því að senda póst á harpadogg@setbergsskoli.is, þar þarf að koma fram nafn barns og bekkur, hvort þau eru sótt eða labba heim.

Frístundabíllinn mun ganga eins og vanalega þennan dag.
Börnin þurfa að koma sjálf með morgunnesti og hádegismat en við bjóðum þeim upp á síðdegishressingu kl. 14:30 eins og venjulega. Ég minni ykkur líka á að börnin þurfa að koma klædd eftir veðri því við munum fara út.

Við viljum biðja ykkur um að virða tímaramma skráningar og skrá börn ykkar fyrir 11.nóvember.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is