Foreldraviðtöl
Foreldrar og nemendur eru boðaðir tvisvar á ári til viðtals við kennara á viðtalsdögum sem auglýstir eru á skóladagatali. Það fyrra er að hausti og hið síðara á miðjum vetri. Öll sex ára börn koma í viðtöl með foreldrum sínum strax í byrjun vetrar.
Umsjónarkennarar boða foreldra til viðtals með viku fyrirvara og senda um leið námsmöppur heim með nemendum ásamt gátlista sem foreldrar og nemendur fylla út í sameiningu og afhenda umsjónarkennara í viðtalinu. Kennarar afhenda formanni matsteymis gátlista til varðveislu og úrvinnslu að viðtölum loknum. Kennarar skila samantekt á því sem fram kom í foreldraviðtölum til innra matsteymis. List- og verkgreinakennarar eru einnig til viðtals þessa daga.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla