Forvarnaráætlun Setbergsskóla

Stefna skólans í forvörnum:
Markmið með forvörnum er að stuðla að góðri líðan nemenda, jákvæðri sjálfsmynd og lífsýn, heilbrigðum lífsháttum og vinna gegn óæskilegri hegðun.

Forvarnaráætlun skólans skiptist í:

  • Áætlun gegn einelti    
  • Áfallaáætlun
  • Jafnréttisáætlun
  • Viðbragðsáætlanir
  • Vímuvarnir
  • Foreldrasamstarf
  • Stoðþjónusta
  • SMT og Lausnarteymi


Markmið skólans um forvarnir
Skólinn vinnur eftir leiðarljósunum: Virðing, víðsýni og vinsemd og markmið hans er að skapa þær aðstæður að öllum líði vel við starf og leik. Áhersla er lögð á að samskipti starfsfólks og nemenda einkennist af virðingu. Einnig á öll umgengni að bera vott um ábyrga hegðun og vinsemd. Jafnframt er lögð áhersla á víðsýni nemenda og starfsfólks og viðurkenning á að öll erum við ólík með mismundandi styrkleika og veikleika.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is