Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum grunnskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld.

24.3.2021

Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda í Setbergsskóla.

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum grunnskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld. Það þýðir að engin starfsemi verður í skólanum fram að páskaleyfi. Einnig fellur allt frístundastarf niður, bæði í Krakkabergi og Setri og á það einnig við í dimbilviku.

Ég sendi ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast.

Fyrirhuguðum kynningarfundi vegna ytra matsins er frestað þar til aðstæður leyfa.

English! Because of Covid 19 and increasing number of infected people in Iceland the goverment has decided to close all schools from midnight tonight march 24. Setbergsskóli and Krakkaberg will be closed until further notice.

There will be no more school until after easter vacation and i will send you more information as soon as possible.

Vonum að þið njótið páskanna í faðmi fjölskyldunnar þrátt fyrir þær óvæntu aðstæður sem við nú stöndum frammi fyrir.

Farið vel með ykkur og hlúum vel hvert að öðru.

Með bestu kveðju,

María Pálmadóttir, skólastjóri.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is