Reglur um símanotkun

Komi nemendur í 1. – 4. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum og slökkt á þeim. Komi nemendur í 5. – 7. bekk með farsíma í skóla skulu þeir geyma símann í læstum munaskáp í umsjónarstofu og fá hann afhentan í loka skóladags. Í 8. – 10. bekk mega nemendur vera með síma í frímínútum til að hlusta á tónlist eða vera í leikjum. Þeir mega hringja úr símum sínum í anddyri unglingadeildar. Á unglingastigi skal vera slökkt á símum í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara.

Eigi skal vera með síma í matsal. Með öllu er óheimilt að taka myndir eða taka upp efni nema með sérstöku leyfi. Verði nemendur uppvísir af því að brjóta símareglur eru forráðamenn kallaðir til og nemandi látinn eyða efninu.

Kennslustofa-yngsta-stigGangur-yngsta-stig

MatsalurGangur-unglingadeild

Gangur-midstigKennslustofa-unglingadeild

Kennslustofa-middeildSetbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is