Reglur um símanotkun

Símareglur

Sáttmáli um símanotkun var unninn á skólaþingi sem haldið var í Setbergsskóla 7. maí 2022, af starfsfólki, nemendum og foreldrum. Í kjölfar þess voru reglur um símanotkun endurskoðaðar út frá því sem þar kom fram. Allir innan skólans bæði nemendur og starfsfólk fara eftir þeim reglum.

Yngsta stig:

  • Komi nemendur í 1. – 4. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum og slökkt á þeim.
Miðstig:
  • Komi nemendur í 5. – 7. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum og slökkt á þeim.
Unglingastig:
  • Komi nemendur í 8. – 10. bekk með farsíma í skólann skulu þeir geymdir í töskum/skáp og slökkt á þeim.
  • Nemendur mega vera með síma í frímínútum og eyðum á sérmerktum svæðum; hlusta, leika og grúska.
  • Nemendur mega hringja úr símum sínum í anddyri unglingadeildar. 

Sjá hér nánari upplýsingar um reglur varðandi símanotkun í SetbergsskólaSetbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is