Móttaka tví- og fjöltyngdra nemenda

Móttaka tví- og fjöltyngdra nemenda í Setbergsskóla

Móttökuviðtal

Túlkafundur haldinn með foreldrum/forráðamönnum, nemanda, umsjónarkennara, deildarstjóra stoðþjónustu og öðru fagfólki eftir því sem þörf er á. Á þeim fundi er farið yfir allar þær upplýsingar sem skipta máli fyrir skólagöngu nemanda. Sjá eyðublað fyrir fyrsta foreldraviðtal á innri vef Hafnarfjarðarbæjar sem þegar er búið að vísa til.

 • Fundargerð er unnin og hún sett í persónumöppu nemanda.
 • Kennarar sem sinna kennslu tví- og fjöltyngdra nemenda leggja fyrir stöðumat með aðstoð frá kennsluráðgjafa ef þörf er á.
 • Teymi er starfandi innan skólans sem heldur utan um mál tví- og fjöltyngdra nemenda.
 • Við upphaf eða lok móttökuviðtals er farin skoðunarferð um skólann ásamt túlki..

Það sem foreldrar þurfa að vita:

 • upplýsa foreldra um fræðsluefni sem finna má inn á Læknum: innri.hafnarfjordur.is
 • skólareglur og vísa í þær inn á heimasíðu skólans
 • hvernig tilkynna skal veikindi og leyfi
 • fara yfir stundatöflu, heimabekk og námsbækur
  • fyrirkomulag á heimanámi, matarmálum, afmælisboðum, jólahaldi, vettvangsferðum, frímínútum        (klæðnaður sem hæfir veðri) og viðbrögðum skólans við óveðri
  • fara yfir skóladagatal og foreldrum/forráðamönnum meðal annars bent á; skipulagsdaga, uppbrotsdaga, vetrar-, jóla- og páskafrí.
 • fara yfir fyrirkomulag varðandi sund og íþróttakennslu
 • upplýsa um tómstundastarf (Krakkaberg og Setur)
 • almennar upplýsingar og bréf sem eru send heim svo sem ferðir, myndatökur og lús í bekk (á vef Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur eru til bæklingar um ýmis svona mál á mismunandi tungumálum)
 • upplýsingar um stoðþjónustu skólans (sérkennsla, aðstoð við heimanám, sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf) og heilsugæslu
 • kynna tungumálatorgið og fara yfir hvernig skráningu er háttað

Mikilvægt er að meta reglulega stuðningsþörf nemanda og leita leiða til að mæta þörfum hans

Uppfært: 22.01.21


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is