Opnunartími og frímínútur
Opnunartími skólahúsnæðis, frímínútur og hádegishlé
Aðalanddyri skólans er opnað kl. 7:30. Önnur anddyri opna kl. 8:10. Opnað er inn í kennslustofur nemenda í 1. – 7. bekk kl. 8:20. Í unglingadeild eru kennslustofur opnaðar um leið og kennsla hefst kl. 8:30. Skóla- og frístundaliðar hafa umsjón með nemendum þar til kennsla hefst. Nemendur ganga frá yfirhöfnum og skóm við komu í skólann og þeim er kennt að temja sér góða umgengni og bera virðingu fyrir eigum skólans og annarra.
Allir nemendur eru í morgunfrímínútum á sama tíma, kl. 9:50 – 10:10. Skóla- og frístundarliðar ásamt kennurum fara út í frímínútur með börnunum, þeir eru til taks ef eitthvað kemur upp á og aðstoða við leiki. Unglingadeildarnemendum ber ekki að fara út í frímínútur.
Hádegishlé og frímínútur er 11:30 – 12:10 hjá 1.-7.bekk og kl. 12:10 – 12:50 hjá 8.-10.bekk. Skóla - og frístundarliðar ásamt kennarar taka þátt og aðstoða í matarhléum.
Reiknað er með að nemendur mæti stundvíslega í skólann.
Uppfært: 15.01.2021
- Eldri færsla
- Nýrri færsla