Nemendafélag Setbergsskóla

Nemendafélag Setbergsskóla

Samkvæmt lögum um grunnskóla (2008, 10. gr.) skal starfa nemendafélag við grunnskóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Kynning og starfsreglur

Félagsstarf tómstundamiðstöðvanna er fyrir alla nemendur í 5. – 10. bekk grunnskólans og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kosið er árlega í stjórn nemendafélags. Þeir sem eru í stjórn nemendafélags eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendafélag tekur tíma, þolinmæði, vinnu og ábyrgð. Þeir sem taka þátt í nemendafélagi öðlast félagslega hæfni og læra skipulagningu.

Það er hlutverk stjórnar nemendafélags að hvetja nemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðla upplýsingum til samnemenda sinna, kynna bekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma með athugasemdir og málefni inn á nemendaráðsfundi sem bekkjarfélagar þeirra leggja til. 

Verkefni nemendafélags (félagslífið)

Nemendafélagið hittist á fundum einu sinni í viku þar sem hin ýmsu mál er eru rædd. Nemendafélagið aðstoðar félagsmiðstöðina við hina ýmsu viðburði eins og til dæmis böll, árshátíð, söngkeppni og fleira.
Aðstoðin felur meðal annars í sér að hjálpa til við að gera allt tilbúið fyrir viðburði, finna skemmtiatriði/tónlistaratriði, frágangur eftir viðburði, stýra viðburðum, koma með hugmyndir og hvetja nemendur til þátttöku.

Formaður og varaformaður nemendafélagsins eru einnig í undirbúningsnefnd fyrir 221 festival og Grunnskólahátíðina.

Vinahópar og hópastarf gefur tækifæri fyrir krakka sem áhuga hafa á að styrkja sig með virkari þátttöku í félagsstarfinu okkar og gott tækifæri fyrir þau sem vilja efla félagsleg tengsl og færni.

Mikið er lagt upp úr því að vera í góðum samskiptum bæði við krakkana og foreldra/forráðamenn með því að auglýsa vel hvað er framundan hjá okkur og hafa allar upplýsingar aðgengilegar.

Upplýsingamiðlun – hægt er að finna félagsmiðstöðina okkar hérna:

Instagram: Setridsetbergsskoli

Facebook: facebook.com/felagsmidstodinSetrid

Snapchat: setrid17


Skólaárið 2021-2022 voru þessir nemendur kosnir í stjórn félagsins:

Formaður: Júlía Lyngdal Högnadóttir, 10.MG

Varaformaður: Dagbjörg Birna Sigurðardóttir, 9.bekk

Meðstjórnendur:

Arnþór Máni Agnarsson, 10.MG

Hrafn Alex Eymundsson, 10.AR

Sunneva Þöll Gísladóttir, 10.AR

Sigurrós Hauksdóttir, 9.bekk

Berglind Helga Weihmeier, 8. bekk

Ragnar Þór Friðriksson, 9. bekk

Nemendur funda á mánudögum kl 9:50

Róbert Gíslason deildarstjóri frístundarsviðs skipuleggur ásamt nemendum félagsmál. Nemendafélagið undirbýr og skipuleggur félagslíf unglinga svo sem böll og skemmtanir, jólagleði og árshátíð

 

Í Ungmennaráði Hafnarfjarðar eru :


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is