Vetrafrí – og skipulagsdagur 22. - 24. febrúar
Mánudaginn 22. og þriðjudaginn 23. febrúar verður vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Skólinn og Krakkaberg er lokað þessa daga. Frístundabílinn keyrir ekki þessa daga.
Miðvikudaginn 24. febrúar er skipulagsdagur starfsmanna og því ekki skóli. Kakkaberg er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð sérstaklega. Frístundabílinn keyrir þennan dag.
Með góðri kveðju og von um að þið njótið öll þeirra frídaga sem í vændum eru.
Starfsfólk Setbergsskóla.
Öskudagurinn 17. febrúar
Að venju verður glens og gaman á öskudaginn í Setbergsskóla allir nemendur eru í skólanum frá kl. 8:30-11:30. Slegið verður upp balli á sal með aðstoð nemenda í unglingadeild - yngsta stig hittist á sal kl. 8:50 og miðdeild hittist á sal kl. 9:20. Kennara verða með skemmtilegt uppbrot með nemendum þennan dag.

Netöryggi - nýr hnappur hér hægra megin
- með gagnlegum upplýsingum og fræðslu fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskólum Hafnarfjarðar.
...meiraSamtalsdagur þriðjudaginn 2. febrúar 2021
Samtalsdagur í Setbergsskóla fer fram þriðjudaginn 2. febrúar. Umsjónakennarar hafa sent upplýsingar til foreldra og forráðamanna um fyrirkomulagið á viðtalinu.
Krakkaberg er opið á samtalsdeginum fyrir þau börn sem eru skráð sérstaklega fyrir þennan dag. Frístundabílinn gengur eins og venjulega.
...meiraSkipulagsdagur mánudaginn 25. janúar
Mánudaginn 25. janúar er skipulagsdagur í
Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag. Krakkaberg er einnig lokað
þann dag. Frístundabílinn gengur ekki þennan dag.
Áherslur í skólastarfi
Vinaliðaverkefni
Setbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.
Einelti
Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.
SMT-skólafærni
Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans. SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.
...meira
Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is