21.9.2021 : Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13:30 - 17:00 í dag

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístunda­starfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

13.9.2021 : Haustfundir fyrir foreldra og forráðamenn

Fram undan eru haustfundir í öllum árgöngum skólans sem ætlaðir eru foreldrum og forráðamönnum. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í árgangi. Á haustfundum eru valdir bekkjarfulltrúar sem hafa frumkvæði að viðburðum innan bekkja og árganga og eru tengiliðir við foreldrafélag skólans. Þátttaka foreldra/forráðamanna er lykilatriði að jákvæðum árangri og vonast við því til að sjá fulltrúa sem flestra nemenda á fundunum.

...meira

3.9.2021 : Kórinn byrjaður aftur!

Kóræfingar eru á miðvikudögum frá kl. 15:00-15:45. Við byrjuðum miðvikudaginn 1. september og var góð mæting. En það er enn hægt að koma og prófa og vera með í skemmtilegum kór! Kórinn er fyrir krakka í 2. – 6.bekk.

Korinn

...meira

19.8.2021 : SKÓLASETNING ÞRIÐJUDAGINN 24. ÁGÚST

Þriðjudaginn 24. ágúst verður skólasetning í Setbergsskóla fyrir 2. – 10. bekk. Vegna samræmdra sóttvarnaraðgerða í grunnskólum Hafnarfjarðar er skólasetning með breyttu sniði og aðeins hægt að bjóða foreldrum og forráðamönnum nýrra nemenda og nemenda 1. bekk að vera viðstadda skólasetningu. Allir nemendur fara beint í heimastofu þar sem þeir hitta umsjónarkennara.

...meira

18.8.2021 : Breyting á fyrirkomulagi samræmdra könnunarprófa

Hefðbundin samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir í haust. Þess í stað geta nemendur í 4., 7. og 9. bekk tekið ný hæfnimiðuð samræmd könnunarpróf næsta vor. Fyrirlögn þessi verður fyrsta skrefið í átt að nýju fyrirkomulagi samræmds námsmats fyrir nemendur í grunnskólum. Meginmarkmið þess er að veita nemendum gagnlegar upplýsingar um námslega stöðu þeirra og vera kennurum, nemendum og foreldrum til leiðsagnar um áherslur í námi. Samraend

...meira

18.8.2021 : Bólusetning 12 – 15 ára barna

Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust.

...meira

17.8.2021 : Krakkaberg vikan 23. - 27. ágúst

Mánudagur: Opið fyrir 6 ára námskeið 8 -16:30

Þriðjudagur: LOKAÐ

Miðvikudagur: Opnum beint eftir að skóla líkur kl 13:30 - 17:00

Fimmtudagur og föstudagur: Venjulegur opnunartími

...meira

10.6.2021 : Opnunartími skrifstofu sumarið 2021

Opnunartími skrifstofu Setbergsskóla sumarið 2021 er eftirfarandi:

14.-18. júní er opið kl. 10:00-14:00

21. júní til 6. ágúst er lokað vegna sumarleyfa

9. til 13. ágúst er opið kl. 10:00-14:00

Frá 16. ágúst hefst vetrartími skrifstofu. Þá er hún opin frá kl. 7:45-15:00 alla daga vikunnar nema á föstudögum lokar skrifstofa kl. 14:00

Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið setbergsskoli@setbergsskoli.is

Njótið sumarsins,

Með sumarkveðju

Starfsfólk Setbergsskóla

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is