18.11.2020 : Aflétt grímuskylda hjá 5.-7. bekk

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast.

Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði óbreytt frá því sem nú er. Þó hefur verið ákveðið að setja inn eina breytingu sem sérstaklega hefur verið boðuð af sóttvarnalækni, þ.e. að aflétta grímuskylda hjá nemendum og starfsfólki í 5.-7. bekkjum og gera hana valfrjálsa. Sömuleiðis viljum við einnig benda á að akstur frístundabílsins frá frístundaheimilum á íþróttaæfingar er EKKI hafinn svo þeir foreldrar sem eiga börn í 1.-4 bekk og vilja senda börn sín á íþróttaæfingar í þessari viku verða sjálf að koma börnum sínum á æfingar.

...meira

11.11.2020 : Skipulagsdagur föstudaginn 13. nóvember

Föstudaginn 13. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

Fræðsluráð Hafnarfjarðar ákvað á 453. fundi sínum þann 4. nóvember að frístundaheimilin í grunnskólunum yrðu sömuleiðis lokuð þennan dag svo þau taka ekki á móti neinum nemendum þennan dag. Það er gert í þeim tilgangi svo starfsfólk frístundaheimilanna fái næði til samráðs í að undirbúa sig undir frekari breytingar á starfsemi sinni við þessar síbreytilegu aðstæður.

...meira

5.11.2020 : Helstu upplýsingar um starfsemi dagforeldra, leik- og grunnskóla, frístundastarfs og tónlistarskóla

Meðfylgjandi er hlekkur á helstu upplýsingum um starfsemi dagforeldra, leik- og grunnskóla, frístundastarfs og tónlistarskóla;
https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2020/11/Leikskolar-dagforeldrar-grunnskolar-fristundarstarf-og-tonlistarskolar-04.11.2020.pdf

Einnig er unnið að samantekt hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með svörum við algengustu spurningum og verður hún brátt birt á upplýsingasíðunni mrn.is/skolastarf

...meira

4.11.2020 : Hrekkjavakan

Það gladdi sannarlega nemendur að við náðum að halda Hrekkjavöku áður en ný sóttvarnarlög tóku gildi.

...meira

2.11.2020 : Skólastarf í kjölfar nýrra sóttvarnarreglna

Enn kalla óvæntar aðstæður á breytt skipulag grunnskólastarfs. Óhjákvæmilega er skólahald ekki með sama hætti og áður og ýmsar breytingar hafa verið gerðar. Starfsfólk skólans hefur í dag skipulagt starfið miðað við þær aðstæður sem okkur eru gefnar. Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 taka gildi nýjar sóttvarnarreglur sem gilda til og með 17. nóvember. Meginmarkmiðið er að halda úti sem mestu og bestu skólastarfi miðað við þær sóttvarnakröfur sem gerðar eru. Það er þó óhjákvæmilegt annað en að breytingarnar muni hafa áhrif á skóladaginn hjá öllum nemendum á einhvern hátt.

...meira

1.11.2020 : Fréttatilkynning vegna hertra sóttvarnareglna

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19.

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.

Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.


...meira

29.10.2020 : Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna!

Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott".

Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að halda upp á hrekkjavökuna með börnum sínum með öðru sniði í ár. Veiran getur svo auðveldlega smyglað sér á milli staða og einstaklinga enda snertifletirnir margir þegar gengið er hús úr húsi til að fá sælgæti. Áhættan við að fá smit er afar mikil eins og staðan er núna. Hrekkjavaka

...meira

20.10.2020 : Vetrarfrí

Fimmtudaginn og föstudaginn 22. - 23. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Viðminnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundabíllinn fellur niður.Vetrarfri_1603206577657


...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Einelti

Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Leiðarljós skólans eru:

VIRÐING  - VÍÐSÝNI - VINSEMD Starfsfólk skólans vill efla virðingu nemenda fyrir sjálfum sér, foreldrum og öðrum í umhverfinu og einnig fyrir eignum sínum og annarra. Við viljum að nemendur beri virðingu fyrir landinu, náttúrunni og umhverfinu sem við búum í.

...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is