10.1.2022 : Vegna bólusetninga nemenda í 1.- 6. bekk

Þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.- 6. bekk í Setbergsskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar/forsjáraðilar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Krakkaberg verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi eða frá kl. 13:30-17:00. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.

...meira

16.12.2021 : Jólahald í Setbergsskóla

Jólahald er með breyttu sniði þetta árið eins og gefur að skilja. Nemendur og starfsfólk hafa gert sér ýmislegt til tilbreytingar og skemmtunar á aðventunni og jólaandi ríkt í skólanum. Auk jólaföndurs, bæjar- og kirkjuferða, jólasöngs, lesturs bóka og hinnar árlegu jólahurðasamkeppni, svo eitthvað sé nefnt, höfum við haldið aðventustund í bekkjum þar sem nemendur hafa gætt sér á kakói og smákökum. Nemendur í 1. -7. bekk fengu jólaföndur frá foreldrafélaginu. Við þökkum þeirra framlag til skólastarfsins.Jolakulur-300-x-150-x-72

...meira

10.11.2021 : Skipulagsdagur mánudaginn 15. nóvember

Mánudaginn 15. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

Krakkaberg er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Opið verður í Krakkabergi frá kl 8:00-17:00. Foreldrar þurfa að sækja sérstaklega um fyrir þennan dag, skráning er hafin og lýkur henni á miðnætti fimmtudaginn 11.11.2021. Starfsdagur_kennara12

...meira

28.10.2021 : Setbergsskóli – hnetulaus skóli

Í Setbergsskóla eru nokkrir nemendur með bráðaofnæmi fyrir hnetum og mikilvægt fyrir okkur öll að taka tillit til þeirra þar sem hnetur geta valdið mjög hættulegum ofnæmisviðbrögðum. Setbergsskóli er því hnetulaus skóli sem þýðir að hvorki nemendur né starfsmenn koma með hnetur af neinni gerð í skólann. Hér er bæði átt við jarðhnetur og trjáhnetur.

Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða hnetur til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið ofnæmisviðbrögðumNopeanut1

...meira

12.10.2021 : Bleiki dagurinn

Í ár ber bleika daginn upp á föstudegi, en þann dag erum við í vetrarfríi. Þess vegna ætlum við í Setbergsskóla að klæðast einhverju bleiku MIÐVIKUDAGINN 13. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag.Bleikipardusinn 

...meira

11.10.2021 : Vetrarfrí 14. - 15. október

Fimmtudaginn og föstudaginn 14. og 15. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við minnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundarbíllinn fellur niður.

 

Með góðri kveðju og von um að þið njótið öll þeirra frídaga sem í vændum eru.

Starfsfólk SetbergsskólaVetrarfri_1603206577657

...meira

28.9.2021 : Krakkaberg á skipulagsdegi - SKRÁNING

Mánudaginn 11.október er skipulagsdagur í Setbergsskóla og enginn skóli þann dag. Krakkaberg er opið frá kl. 8:00 - 17:00. En það þarf að skrá sérstaklega á þennan dag.

Þau börn í 1-4.bekk sem ekki eru með vistun í Krakkaberg geta fengið að mæta frá kl 08:00-13:00 með því að senda póst á harpadogg@setbergsskoli.is

...meira

21.9.2021 : Appelsínugul veðurviðvörun frá kl. 13:30 - 17:00 í dag

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístunda­starfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is