Sumaropnun skrifstofu sumarið 2022
Opnunartími skrifstofu Setbergsskóla sumarið 2022 er eftirfarandi:
13.-16. júní er opið kl. 10:00-14:00
20. júní – 15. ágúst er lokað vegna sumarleyfa
16. – 22. ágúst er opið kl. 10:00-14:00
Skipulagsdagur fimmtudaginn 9. júní
Skipulagsdagur fimmtudaginn 9. júní
Fimmtudaginn 9. júní er skipulagsdagur í Setbergsskóla – Krakkaberg er einnig lokað þennan dag.
...meiraÞriðjudaginn 7. júní verður skertur skóladagur hjá nemendum í 1.-10.bekk
Þriðjudaginn 7. júní verður skertur skóladagur hjá nemendum í 1.-10.bekk.
Allir nemendur eiga að mæta kl. 10:00 -13:00.
Við ætlum að gera okkur glaðan dag í samstarfi við foreldrafélagið.
...meiraSkólaslit 8. júní
1. og 2. bekkur kl. 9:00.
3. og 4. bekkur kl. 9:30.
5. - 7. bekkur kl. 10:00.
8. - 9. bekkur kl. 10:30.
Útskrift 10. bekkjar við hátíðlega athöfn kl. 12:00.
Stóra upplestrarkeppnin í Setbergsskóla
Stóra upplestrarkeppnin var haldin á sal skólans að morgni 10. mars í 26. skipti. Krakkarnir buðu sínu fólki á hátíðina, bekkjarfélögum og kennurum sem stutt hafa dyggilega við þau. Keppnin fór fram með miklum sóma, fallegum upplestri og hljóðfæraleik. Þrír dómarar fengu það erfiða verkefni að velja fulltrúa okkar í Stóru upplestrarkeppnina í Víðistaðakirkju.Vilhjálmur Hauksson og Heiðrún Ingólfsdóttir voru valin sem okkar fulltrúar og Helena Sif Heiðarsdóttir sem varamaður ef annað hinna forfallaðist.
...meira
Öskudagur miðvikudaginn 2. mars
Að venju verður glens og gaman á öskudaginn í Setbergsskóla. Kennarar verða með skemmtilegt uppbrot í árgöngum en auk þessi verða skemmtanir á sal.
Allir nemendur eru í skólanum frá kl. 8:30-11:30.
Það verður pizza í matinn og þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift býðst að kaupa matarmiða.
...meiraAppelsínugul viðvörun
Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla- og frístundastarf ef þess gerist þörf.
...meiraVetrafrí og skipulagsdagur
Mánudaginn og þriðjudaginn 21. - 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við minnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundabíllinn fellur niður.
Miðvikudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag. Krakkaberg er opið frá kl. 8:00-17:00 fyrir þau börn sem skráð voru sérstaklega fyrir þennan dag. Hefðbundin vistun er ekki í gildi þegar um heilsdagsopnun er að ræða. Frístundabílinn keyrir á skipulagsdaginn.
...meiraÁherslur í skólastarfi
Vinaliðaverkefni
Setbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.
Einelti
Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.
SMT-skólafærni
Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans. SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.
...meira
Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is