Skólaslit
- Útskrift 10. bekkinga verður þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00 á sal skólans.
- Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní kl.
9:00 í heimastofum nemenda.
Varðandi verkfall BSRB þriðjudag og miðvikudag
Þær breytingar hafa verið gerðar varðandi skólahald að á morgun, þriðjudaginn 23. maí, verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 og svo aftur frá kl. 12:00.
Miðvikudaginn 24. maí verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 en engin starfsemi verður eftir hádegi þann dag.- Skólinn opnar kl. 8:20 þessa daga. Ekki verður boðið upp á morgungæslu. Við biðjum foreldra nemenda í 1. – 3. bekk að fylgja þeim að kennslusvæði kl. 8:30 og sækja þau kl. 9:50.
- Enn gildir það sama varðandi hádegismat nemenda, þ.e. að ekki verður hægt að bjóða upp á hádegismat fyrir nemendur í 1 - 4. bekk þar sem matartíminn þeirra er fyrir kl. 12:00 en nemendur í 5 - 10. bekk frá hádegismat eins og venjulega.
-Frístund verður opin eins og venjulega á þriðjudag. Engin frístund á miðvikudag. ...meira
Vegna verkalls BSRB
Því miður hefur enn ekkert breyst í deilu BSRB við sveitarfélögin og mun því skólahald raskast næstu daga eins og tilkynnt var fyrr í vikunni.
Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 12:00 á mánudag og verður skólahald með eðlilegum hætti frá þeim tíma og það sem eftir lifir dags. Fristund verður opin eins og venjulega.
Ekki verður hægt að bjóða upp á hádegismat fyrir nemendur í 1 - 4. bekk þar sem matartíminn þeirra er fyrir kl. 12:00 en nemendur í 5 - 10. bekk frá hádegismat eins og venjulega.
Verði breytingar á fyrirkomulagi skólahalds meðan á verkfalli stendur munuð þið fá tilkynningu um leið og slíkt liggur fyrir.
Brons í Skólahreysti
Setbergsskóli sendi í ár kröftugt lið til keppni í Skólahreysti. Við vorum í 7. riðli keppninnar í ár sem fram fór í Laugardalshöll fimmtudaginn 4. maí og sýnd var í beinni útsendingu á RÚV.
Þetta var jafn og spennandi riðill þar sem úrslitin réðust í
síðustu greininni en hraðabrautin hefur tvöfalt vægi á við aðrar greinar og þar
lentum við í öðru sæti. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og enduðu
að lokum í þriðja sæti riðilsins.
Mamma Mia - Setbergsskóla
Loksins er komið að þessu! 10.bekkur Setbergsskóla frumsýnir nýja uppsetningu af stórsöngleiknum Mamma Mia eftir Catherine Johnson og byggður á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA sem að flestir þekkja eftir sigur þeirra fjórmenninga í Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo.
Einstakur april
Við í Setbergsskóla tókum þátt
í verkefninu Einstakur Apríl á þemadögunum. Við fengum hugmyndina frá síðunni
einstakur apríl, fiðrildi sem Guðrún le Sage de Fontenay hannaði og breytti því
í nýja og fjölbreytta liti þegar félagið skipti um nafn.
Fundir í Hafnarfirði fyrir foreldra og forsjáraðila leik- og grunnskólabarna
Heimili og skóli fara af stað með verkefni sem snýr að endurreisn foreldrastarfs í kjölfar heimsfaraldurs og eflingu svæðissamtaka foreldra um land allt. Heimili og skóli hefja vegferðina og fræðsluna í Hafnarfirði. Sá fyrsti verður haldinn 14. mars.
Home and school is starting a project related to the restoration of parental work following the pandemic and the strengthening of regional associations of parents throughout the country. Home and school begin the journey and education in Hafnarfjörður. The first one will be held on March 14.
Samvinna barnanna vegna – fundur foreldra í þínu sveitarfélagi
Mánudaginn 17. apríl næstkomandi kl. 19:45-21 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla í Víðistaðaskóla. Við hvetjum öll til að mæta á fundinn. Fundurinn verður textaður á ensku á staðnum og í streymi.
Áherslur í skólastarfi
Vinaliðaverkefni
Setbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.
Einelti
Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.
SMT-skólafærni
Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans. SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.
...meira
Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is