10.11.2023 : Skipulagsdagur mánudaginn 13. nóvember

Mánudaginn 13. nóvember er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag.

...meira

29.9.2023 : Haustfundir fyrir foreldra og forráðamenn

Fram undan eru haustfundir í öllum árgöngum skólans sem ætlaðir eru foreldrum og forráðamönnum. Tilgangur fundanna er að kynna helstu áherslur skólastarfsins og gefa foreldrum tækifæri til þess að hitta stjórnendur, umsjónarkennara barna sinna og aðra foreldra í árgangi. Á haustfundum eru valdir bekkjarfulltrúar sem hafa frumkvæði að viðburðum innan bekkja og árganga og eru tengiliðir við foreldrafélag skólans. Þátttaka foreldra/forráðamanna er lykilatriði að jákvæðum árangri og vonast við því til að sjá fulltrúa sem flestra nemenda á fundunum.

...meira

20.9.2023 : Göngum í skólann

Við í Setbergsskóla höfum ákveðið að taka þátt í verkefninu Göngum í skólann, en það er á á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verkefnið hófst 6. september og stendur til 4. október.

Þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt. Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

Í ár horfum við til þess að fá nemendur til að koma gangandi í skólann og verður skráningarblað í stofum þar sem nemendur merkja við sinn ferðamáta í skólann. 

...meira

5.9.2023 : Kórstarf hefst á ný

Fyrsta kóræfing skólakórs Setbergsskóla verður miðvikudaginn 6. september í tónmenntastofunni klukkan 10:10. Sjórnandi er eins og áður, María Gunnarsdóttir. Korinn 

...meira

18.8.2023 : Skólastarf í Setbergsskóla hefst miðvikudaginn 23. ágúst

Fyrirkomulag skólasetningar er á þá leið að nemendur mæta á sal og þar verður stutt athöfn. Eftir þá athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur. Gera má ráð fyrir að nemendur í 2. – 3. bekk séu í skólanum í 60 mínútur á skólasetningardegi, aðrir eru skemur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. – 10. bekk fimmtudaginn 24. ágúst.


...meira

7.6.2023 : Sumaropnun skrifstofu sumarið 2023

Opnunartími skrifstofu Setbergsskóla sumarið 2023 er eftirfarandi:

12. - 16. júní er opið kl. 10:00 - 14:00

19. júní - 07. ágúst er lokað vegna sumarleyfa

08. - 22. ágúst er opið kl. 10:00 - 14:00

...meira

26.5.2023 : Skólaslit

  • Útskrift 10. bekkinga verður þriðjudaginn 6. júní kl. 17:00 á sal skólans.
  • Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní kl. 9:00 í heimastofum nemenda.
...meira

22.5.2023 : Varðandi verkfall BSRB þriðjudag og miðvikudag

Borist hefur nýtt bréf frá Mennta- og lýðheilsusviði vegna skólahalds í verkfalli en búið er að rýmka skólatímann.
Þær breytingar hafa verið gerðar varðandi skólahald að á morgun, þriðjudaginn 23. maí, verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 og svo aftur frá kl. 12:00.
Miðvikudaginn 24. maí verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 en engin starfsemi verður eftir hádegi þann dag.- Skólinn opnar kl. 8:20 þessa daga. Ekki verður boðið upp á morgungæslu. Við biðjum foreldra nemenda í 1. – 3. bekk að fylgja þeim að kennslusvæði kl. 8:30 og sækja þau kl. 9:50.
- Enn gildir það sama varðandi hádegismat nemenda, þ.e. að ekki verður hægt að bjóða upp á hádegismat fyrir nemendur í 1 - 4. bekk þar sem matartíminn þeirra er fyrir kl. 12:00 en nemendur í 5 - 10. bekk frá hádegismat eins og venjulega.
-Frístund verður opin eins og venjulega á þriðjudag. Engin frístund á miðvikudag. ...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is