28.3.2022 : Stóra upplestrarkeppnin í Setbergsskóla

Stóra upplestrarkeppnin var haldin á sal skólans að morgni 10. mars í 26. skipti. Krakkarnir buðu sínu fólki á hátíðina, bekkjarfélögum og kennurum sem stutt hafa dyggilega við þau. Keppnin fór fram með miklum sóma, fallegum upplestri og hljóðfæraleik. Þrír dómarar fengu það erfiða verkefni að velja fulltrúa okkar í Stóru upplestrarkeppnina í Víðistaðakirkju.Vilhjálmur Hauksson og Heiðrún Ingólfsdóttir voru valin sem okkar fulltrúar og Helena Sif Heiðarsdóttir sem varamaður ef annað hinna forfallaðist.IMG_0313

 

...meira

27.2.2022 : Öskudagur miðvikudaginn 2. mars

Að venju verður glens og gaman á öskudaginn í Setbergsskóla. Kennarar verða með skemmtilegt uppbrot í árgöngum en auk þessi verða skemmtanir á sal.

Allir nemendur eru í skólanum frá kl. 8:30-11:30.

Það verður pizza í matinn og þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift býðst að kaupa matarmiða.

...meira

25.2.2022 : Appelsínugul viðvörun

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Við appelsínugula veðurviðvörun er meiri þörf á að fylgja börnum úr skólanum. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum. Ef hálka eða ofankoma fylgir veðrinu aukast líkur á að þörf sé fyrir fylgd. Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla- og frístundastarf ef þess gerist þörf.

...meira

18.2.2022 : Vetrafrí og skipulagsdagur

Mánudaginn og þriðjudaginn 21. - 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við minnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundabíllinn fellur niður.

Miðvikudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag. Krakkaberg er opið frá kl. 8:00-17:00 fyrir þau börn sem skráð voru sérstaklega fyrir þennan dag. Hefðbundin vistun er ekki í gildi þegar um heilsdagsopnun er að ræða. Frístundabílinn keyrir á skipulagsdaginn.

...meira

7.2.2022 : Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13 í dag

Veðrið er gengið niður og hafa því skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan 13:00. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt.

Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvr hefst á sínum hefðbundnu tímum.

...meira

6.2.2022 : Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda - það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

...meira

2.2.2022 : Samtalsdagur í Setbergsskóla

Samtalsdagur í Setbergsskóla fer fram Fimmtudaginn 3. febrúar. Umsjónakennarar hafa sent upplýsingar til foreldra og forráðamanna um fyrirkomulagið á viðtalinu.

Krakkaberg er opið á samtalsdeginum kl 08:00-17:00 fyrir þau börn sem eru skráð sérstaklega fyrir þennan dag. Frístundabílinn gengur eins og venjulega.

...meira

31.1.2022 : Vegna seinni bólusetningar nemenda í 1. - 6. bekk

Þriðjudaginn 1. febrúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1 .- 6. bekk í Setbergsskóla kl. 11.00. Er þetta gert til þess að foreldrar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Krakkaberg verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi og morgungæslan er á sínum stað.

Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is