22.1.2021 : Skipulagsdagur mánudaginn 25. janúar

Mánudaginn 25. janúar er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag. Krakkaberg er einnig lokað þann dag. Frístundabílinn gengur ekki þennan dag.Rsz_skipulagsdagur_1611306645588

...meira

18.1.2021 : Samrómur - Lestrarkeppni grunnskólanna

Söfnum íslenskum raddsýnum dagana 18. til 25. janúar, allir sem koma að Setbergsskóla; nemendur, foreldrar og forráðamenn ásamt starfsfólki.

 

...meira

16.12.2020 : Jólahald í Setbergsskóla

Jólahald er með breyttu sniði þetta árið eins og gefur að skilja. Nemendur og starfsfólk hafa gert sér ýmislegt til tilbreytingar og skemmtunar á aðventunni og jólaandi ríkt í skólanum. Auk jólaföndurs, bæjar- og kirkjuferða, jólasöngs, lesturs bóka, rafrænna rithöfundaheimsókna og hinnar árlegu jólahurðasamkeppni, svo eitthvað sé nefnt, höfum við haldið aðventustund í öllum bekkjum þar sem nemendur hafa gætt sér á kakói og smákökum og allir hafa tekið þátt í piparkökumálun sem foreldrafélagið stóð fyrir. Við þökkum þeirra framlag til skólastarfsins.Jolakulur-300-x-150-x-72

...meira

11.12.2020 : Frístundarbíllinn

Síðasti dagur frístundarbílsins verður föstudaginn 18. desember

Fyrsti dagur á nýju ári verður mánudaginn 4. janúar 2021

Bíllinn keyrir ekki í vetrarfríi, 22. - 23. febrúar 2021

Bíllinn keyrir ekki í páskafríi, 29. - 31. mars 2021

Keyrt er á æfingar sem hefjast kl. 15 og kl. 16 frá öllum frístundarheimilum í Hafnarfirði á sömu staði og síðasta ár.Bill 

...meira

7.12.2020 : Vegna ferðalaga erlendis um jól og áramót

Við hvetjum forsjáraðila að halda börnum á leik- og grunnskólaaldri heima þann tíma sem sóttkví varir og beðið er eftir niðurstöðu úr seinni sýnatökunni. Tilgangurinn með því að halda börnum heima er að vernda skólastarf, þar sem veiran er því miður í miklum uppgangi víða um heim og því aukin hætta á að fólk smitist á ferðalögum erlendis. Fari fólk ekki í sýnatöku á landamærunum þarf það að fara í 14 daga í sóttkví og mælst er til þess að börnin séu einnig í sóttkví ásamt forsjáraðilum. Capture

...meira

7.12.2020 : Jól - umfjöllun á ýmsum tungumálum

Íslenska, English, Polski, Espanol, Filipino, Arabisk, Pycckuu, Kúrdíska, Lietuviskiai, Shqip, Tieng Viet, Tælenska.

Hér má finna umfjöllun um jól á Íslandi á ýmsum tungumálum. 

...meira

18.11.2020 : Aflétt grímuskylda hjá 5.-7. bekk

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast.

Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði óbreytt frá því sem nú er. Þó hefur verið ákveðið að setja inn eina breytingu sem sérstaklega hefur verið boðuð af sóttvarnalækni, þ.e. að aflétta grímuskylda hjá nemendum og starfsfólki í 5.-7. bekkjum og gera hana valfrjálsa. Sömuleiðis viljum við einnig benda á að akstur frístundabílsins frá frístundaheimilum á íþróttaæfingar er EKKI hafinn svo þeir foreldrar sem eiga börn í 1.-4 bekk og vilja senda börn sín á íþróttaæfingar í þessari viku verða sjálf að koma börnum sínum á æfingar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is