12.4.2024 : Fræðsla um netöryggi- símalaus apríl

Mánudaginn 15. apríl mun Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd halda fræðsluerindi fyrir nemendur í 4.-10. bekk á skólatíma og fyrir foreldra og forráðamenn kl.19:30.

Fræðsluerindin eru:

Netumferðarskólinn -4. - 7. bekkur

Ef þú borgar ekki fyrir vöruna þá ert þú varan - 8.- 10. bekkur

...meira

8.4.2024 : Skáksveit Setbergsskóla sigraði á skákmóti Hafnarfjarðar

Skáksveit Setbergsskóla sigraði á skákmóti Hafnarfjarðar. Allir leikmenn sveitarinnar fóru ósigraðir í gegnum mótið og fengu viðurnefnið Hinir Ósigruðu.

Í sveitinni voru þeir Vilhelm Henrý, Brynjar Þór, Ólafur Breki, Sveinn Aron, Dagur Fannar og Camilo Vasques.

Við óskum þeim til hamingju með sigurinn!Skak


...meira

22.3.2024 : Þemadagar í Setbergsskóla

Í dag var foreldrum boðið til að koma og skoða afrakstur vinnu á þemadögunum sem fram hafa farið í vikunni. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína til okkar og var afskaplega gaman að sjá ykkur öll.

Hér eru nokkrar myndir af verkefnum nemenda.https://www.facebook.com/Setbergsskoli

Páskafrí er í skólanum í næstu viku. Við mætum hress og kát kl 8.30 þriðjudaginn 2.apríl.

Gleðilega páska!

Starfsfólk SetbergsskólaRegnbogi

...meira

21.3.2024 : Símafrí í apríl 2024 í grunnskólum Hafnarfjarðar

Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að símafrí verði í öllum grunnskólum bæjarins í apríl 2024. Í því felst að ekki verði heimilt að vera með síma uppi við á skólatíma en hingað til hafa nemendur í unglingadeild fengið að nota símann sinn á ákveðnum svæðum í frímínútum og því snertir símafríið óneitanlega mest nemendur unglingadeildar. Fræðsluráð veitir fjármagni í þetta verkefni og munum við nýta það til kaupa á ýmissi afþreyingu fyrir nemendur í samráði við þau. Fundað hefur verið með fulltrúum í nemendafélagi skólans til undirbúnings þessa verkefnis og kennarar rætt við sinn nemendahóp.

...meira

21.3.2024 : Setbergsskóli sigrar í Stóru upplestrarkeppninni 2024

Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla, sigraði í Stóru upplestarkeppninni 2024 sem haldin var í Víðistaðakirkju mánudaginn 19. mars. Axel Høj Madsson, Áslandsskóla, var í öðru sæti og Gerður Lind Pálmadóttir, Lækjarskóla, í því þriðja. Átján nemendurnir tóku við viðurkenningu úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.Upplestur

...meira

8.1.2024 : Vorönn hafin og LÆK verkefnið heldur áfram

Nýtt skólaár hófst með krafti í síðustu viku og greinilegt að nemendur og starfsfólk hefur notið hátíðanna vel.

Í dag kom Gunnar Helgason og hitti á nemendur í unglingadeild með LÆK verkefnið sem Hafnarfjarðarbær setti í gang í haust. Í þetta skiptið kom Gunnar til að fá endurgjöf á LÆK-smásögurnar og einnig til að fá viðbótar hugmyndir frá nemendum til að fylla betur út í sögurammana. En eins og flestum er kunnugt byggja smásögurnar á hugmyndum frá nemendum grunnskólanna.Laek-verkefnid

...meira

19.12.2023 : Hátíðarkveðja

Starfsfólk Setbergsskóla óskar ykkar gleðilegrar hátíðar. Við þökkum gott samstarf á liðnu ári.

Jolamynd_1702985492407

...meira

13.12.2023 : Jólafatadagur 14. desember

Fimmtudaginn 14. desember er hátíðarmatur í Setbergsskóla. Það væri gaman ef nemendur og starfsfólk komi  í einhverjum jólalegum fatnaði, t.d. með jólahúfu, í jólapeysu, einhverju rauðu eða jólalegu. 

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni

Vinalidar-LOGOSetbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.


...meira

Einelti

Eineltishringur_1610710469816Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.         

...meira

SMT-skólafærni

Smt-myndSetbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans.   SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.


...meira

Fleiri tilkynningar


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is