Skýrsla Menntamálastofnunar vegna ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytis á skólastarfi í Setbergsskóla liggur nú fyrir.

19.3.2021

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á leik- grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.

Nú hafa matsaðilar lokið við gerð skýrslu um ytra mat á Setbergsskóla sem fram fór í febrúar 2021. Lagt var mat á þrjá fyrir fram ákveðna matsþætti sem eru stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Ekki kom fram ósk frá skóla eða sveitarfélagi um fjórða matsþáttinn. Við gerð umbótaáætlunar munu skólinn og skólanefnd taka tillit til þeirra tækifæra til umbóta sem sett eru fram í skýrslunni og er undirbúningur þegar hafinn. Umbótaáætlun verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is