Boðleiðir

Boðleiðir fyrir foreldra

Hvernig kem ég boðum til annarra foreldra?

  • Hægt er að senda póst til allra foreldra barna í gegnum Mentor.
  • Vanti ykkur lykilorð getið þið sent póst á setbergsskoli@setbergsskoli.is og þið fáið nýtt lykilorð sent til baka.

Hvernig kem ég boðum til annarra bekkjarfulltrúa?

  • Listi yfir bekkjarfulltrúa og netföng þeirra verður á heimasíðu skólans undir tenglinum foreldrafélag.

Hvað geri ég ef ég ætla að nýta húsnæði skólans fyrir skemmtun?

  • Lætur umsjónarkennara og skrifstofu skólans skrá niður tímasetningu.
  • Mikilvægt er að taka húsnæði frá tímanlega vegna þrifa og til að forðast árekstra.
  • Lykil að skólanum getið þið nálgast á skrifstofu skólans og eins ber ykkur að skila honum strax að lokinni notkun aftur á skrifstofuna. 
  • Ekki er heimilt að senda nemendur með lykilinn í skólann.
  • Mikilvægt er að skila húsnæðinu í góðu ásigkomulagi að lokinni notkun, gæta þess að gluggar og hurðir séu lokaðar.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is