Skólinn

Skólaárið 2022 - 2023

Í Setbergsskóla eru um 420 nemendur. Þeir eru á aldrinum 6 - 15 ára. Bekkjardeildir eru 20. Við skólann er einnig starfrækt sérdeildin Berg fyrir nemendur með einhverfu. Í skólanum starfa nú um 46 kennarar auk stjórnenda. Hér starfa einnig skóla- og frístundaliðar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfi, náms- og starfsráðgjafi, sálfræðingur, bókasafns- og upplýsingafræðingur, skrifstofustjóri, hjúkrunarfræðingur, tölvuumsjónarmaður auk umsjónarmanns skólahúsnæðis. Frístundastarf nemenda er hluti af skólastarfinu; Krakkaberg er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk og Setrið fyrir mið- og unglingastig.

Uppfært 02.11.2022.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is