Matarmál nemenda

  • Nemendum er boðið upp á hafragraut að morgni frá kl. 8:10 í „litla matsal“, þeim að kostnaðarlausu.
  • Öllum nemendum stendur til boða að kaupa hádegismat í skólanum. Nemendum gefst einnig kostur á að kaupa ávaxataáskrift í nestistíma að morgni. Hafnarfjarðarbær gerði samning við fyrirtækið Skólamat um framkvæmdina.
  • Allar upplýsingar um fyrirkomulag og áskrift eru á vefsíðu fyrirtækisins https://www.skolamatur.is/. Þeir sem ekki eru í mataráskrift komi með hollt og næringarríkt nesti að heiman.
  • Fyrsta áskriftartímabil gildir frá fyrsta skóladegi til loka september. Frá og með október til apríl fylgir hvert áskriftartímabil almanaksmánuði, frá fyrsta til síðasta dags mánaðar. Síðasta áskriftartímabil vetrarins gildir frá byrjun maí til skólaloka. Ekki er hægt að kaupa mataráskrift fyrir hluta úr áskriftartímabili. Áskriftarsamningur framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli áskriftartímabila nema beiðni um breytingu eða uppsögn berist með sannanlegum hætti fyrir 25. mánaðarins á undan.
  • Breyting eða uppsögn áskriftar ber að senda með tölvupósti á netfangið skolamatur@skolamatur.is. Staðfesting uppsagnar er send til baka í tölvupósti og tekur þá gildi við upphaf næsta áskriftartímabils, eða í lok annars áskriftartímabils ef um það er beðið. Uppsögn þarf að berast fyrir 25. dag mánaðarins á undan svo hún taki gildi næsta mánuð. Áskrift ber að greiða í upphafi áskriftartímabils. Gjalddagi greiðslukrafna er 1. dagur áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar. Reikningar teljast samþykktir nema gerðar séu sannanlegar athugasemdir eigi síðar en 7 dögum eftir upphaf áskriftartímabils.
  • Mataráskrift er einungis fyrir skráðan áskrifanda. Ekki er heimilt að nýta mataráskriftina fyrir annan en skráðan áskrifanda. 

Uppfært 20.08.2020

 

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is