Áherslur í skólastarfi

Vinaliðaverkefni
Setbergsskóli hóf þátttöku í Vinaliðaverkefninu haustið 2020 og hefur það vakið mikla lukku í skólanum. Foreldrafélag Setbergsskóla gaf nemendum skólans verkefnið við útskrift 10. bekkjar í vor og erum við mjög þakklát foreldrum fyrir að styðja við okkur við innleiðingu þess.

Einelti
Við Setbergsskóla starfar eineltisteymi sem vinnur eftir áætlun gegn einelti sem skólinn hefur sett fram.

SMT-skólafærni
Setbergsskóli er SMT skóli og er það eitt af stærstu þróunarverkefnum skólans. SMT er fyrirbyggjandi agakerfi sem felur í sér aðferðir til þess að stuðla að bestu mögulegu aðlögun allra nemenda skólans.
...meira

Leiðarljós skólans eru:
VIRÐING - VÍÐSÝNI - VELLÍÐAN Starfsfólk skólans vill efla virðingu nemenda fyrir sjálfum sér, foreldrum og öðrum í umhverfinu og einnig fyrir eignum sínum og annarra. Við viljum að nemendur beri virðingu fyrir landinu, náttúrunni og umhverfinu sem við búum í.
...meiraSetbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is