Jólaföndur

18.11.2022

Jólaföndur foreldrafélagsins verður haldið á sal skólans laugardaginn, 19. nóvember, kl. 11-13.

Allir nemendur, foreldrar, forsjáraðilar, systkini, ömmur, afar og jólakötturinn eru velkomin.

Föndurefni (nýjar tegundir líka) posi og skiptimynt á staðnum. Verð kr. 200-1000 pr. stykki af föndurefni.

Penslar 100 kr. Málning, límbyssur og skæri á staðnum, gott að taka með sér pensla, liti og aukalím að heiman!

10. bekkur verður með vöfflur og kaffi til sölu í fjáröflun fyrir vorferð árgangsins.

Hlökkum til að sjá ykkur í föndurgleðinni!

Kær kveðja,
Stjórnin


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is