Vetrafrí og skipulagsdagur

18.2.2022

Ágætu foreldrar og forráðamenn.

Mánudaginn og þriðjudaginn 21. - 22. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við minnum á að Krakkaberg er einnig lokað þessa daga og frístundabíllinn fellur niður.

Miðvikudaginn 23. febrúar er skipulagsdagur í Setbergsskóla, kennsla fellur niður þann dag. Krakkaberg er opið frá kl. 8:00-17:00 fyrir þau börn sem skráð voru sérstaklega fyrir þennan dag. Hefðbundin vistun er ekki í gildi þegar um heilsdagsopnun er að ræða. Frístundabílinn keyrir á skipulagsdaginn.

Með góðri kveðju og von um að þið njótið öll þeirra frídaga sem í vændum eru,

Starfsfólk Setbergsskóla.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is