Móttaka nýrra nemenda
Skráning í skólann:
Það sem foreldrar þurfa að vita:
- Skólareglur.
- Tilkynningar varðandi veikindi og leyfi.
- Upplýsingar um skóladagatal, stundatöflu, heimabekk og námsbækur.
- Upplýsingar um Mentor og fá aðgangsorð.
- Upplýsingar um sund og íþróttakennslu.
- Upplýsingar um ýmsar skólahefðir, t.d. ferðir.
- Fyrirkomulag heimanáms, matarmála og frímínútna (klæðnaður sem hæfir veðri).
- Upplýsingar um heilsdagsskóla.
- Félagslíf/tómstundastarf.
- Upplýsingar um stoðþjónustu skólans (sérkennsla, skólahjúkrunarfræðingur sálfræðiþjónusta og námsráðgjöf).
Samvinna umsjónarkennara, sérkennara og sérgreinakennara ef um sértæka námsörðugleika er að ræða:
- Meta stöðu nemandans.
- Útbúa einstaklingsnámskrá og stundatöflu fyrir nemandann.
- Vinna námsefni við hæfi.
- Ákveða aðstoðartíma fyrir nemandann.
- Ákveða hvernig námsmati skuli háttað.
Hlutverk umsjónarkennara:
- Að undirbúa bekkjarfélagana undir komu nýja nemandans.
- Hann þarf að hafa góða yfirsýni yfir námsframvindu nemandans.
- Vera í góðu samstarfi við alla kennara sem koma að nemandanum.
- Vera í góðu sambandi við heimilið og sjá um upplýsingagjöf frá skólanum.
- Huga að félagslegri tengingu nemandans í bekknum/skólanum .
Hlutverk skólastjórnenda og deildastjóra:
- Vinna með umsjónarkennurum, sérkennurum og sérgreinakennurum.
- Finna nemanda viðeigandi úrræði og námsaðstoð ef þarf.
- Sækja um framlag úr jöfnunarsjóði ef þarf.
- Sækja um undanþágur og frávik í samræmdum prófum ef þarf.
Hlutverk námsráðgjafa:
- Vinna með umsjónarkennara og deildarstjórum.
- Vera nemandanum til halds og trausts.
- Eldri færsla
- Nýrri færsla