Upplýsingar um frístundarbílinn

Frístundabílinn hefur göngu sína á ný og er öllum börnum í 1. – 4. bekk boðið upp á akstur á æfingar sem hefjast klukkan 15:00 og 16:00. Aksturinn, sem hefst mánudaginn 31.ágúst, verður kl. 14:25 frá skólanum á æfingar sem byrja kl. 15:00 og kl. 15:25 á æfingar sem byrja kl. 16:00. 

Frístundabíllinn fer frá Krakkabergi/íþróttahúsi Setbergsskóla:

  • Fyrri bíll fer kl. 14:25
  • Seinni bíll fer kl. 15:25

Ekið verður alla virka daga fram til 16. desember. Aksturinn fellur niður í vetrarfríum. Ekið er á fjölmarga staði svo sem; Listdansskólann, tónlistarskólann, Bjarkarinnar, FH, Hauka, SH, Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Golfklúbb Keilis eða allt eftir því hvar börn í 1. – 4. bekk eru skráð til æfinga í Hafnarfirði. 

Verkefnið er unnið í samvinnu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaganna. Hópbílar sem sjá um aksturinn.

Sjá allar nánari upplýsingar um frístundarbílinn HÉR .


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is