Öskudagur miðvikudaginn 2. mars

27.2.2022

Að venju verður glens og gaman á öskudaginn í Setbergsskóla. Kennarar verða með skemmtilegt uppbrot í árgöngum en auk þessi verða skemmtanir á sal.

Allir nemendur eru í skólanum frá kl. 8:30-11:30.

Það verður pizza í matinn og þeir nemendur sem ekki eru í mataráskrift býðst að kaupa matarmiða (sjá áðursendan póst um það).

Matartíminn er skipulagður þannig að pizzur fara inn í stofur fyrir 1. - 4. bekk kl. 11:00. Miðdeild matast í matsal kl. 11:10. Unglingadeild matast í matsal kl. 11:20.

Nemendur í unglingadeild aðstoða við pizzur og útdeila nammi í stofur hjá 1. - 7. bekk en unglingar fá nammipokann sinn með pizzunum. Foreldrafélagið gefur nammipokana sem krakkanir taka með sér heim í lok dags.

Krakkaberg verður opið og þeir sem skráðir eru þar fara þangað þegar skóla lýkur.

Öskudagurinn er alltaf skemmtilegur dagur í skólastarfinu og eru nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í búningum þennan dag.

Stjórnendur og starfsfólk Setbergsskóla


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is