Netöryggi - nýr hnappur hér hægra megin

11.2.2021

Við viljum vekja athygli ykkar á því að á heimasíðu skólans er búið að bæta við hnappi undir heitinu NETÖRYGGI. Þar er að finna gagnlegar upplýsingar og fræðslu fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í grunnskólum Hafnarfjarðar. Undir flipanum FORELDRAR er að finna skjal frá mennta- og lýðheilsusviði varðandi netöryggi og vefnotkun grunnskólabarna.

Nemendur fá fræðslu um netöryggi í skólanum og mikilvægt að ræða við börnin um stafræna borgaravitund, hvernig stafrænir borgarar við erum og þar nýtist Netöryggishnappurinn vel.

Í tilefnii Alþjóðlega netöryggisdagsins þriðjudaginn 9. febrúar fengu nemendur unglingadeildar fræðslu um örugga netnotkun. Fyrirlesturinn var í gegnum netið en nemendur voru virkir þátttakendur í fræðslunni. Þeir svöruðu spurningum um eigin hegðun á netinu. Fyrirlesturinn var á vegum Safer Internetday 2021 og SAFT á Íslandi. Lalli töframaður sá um að fræða krakkana og benda þeim á góða hegðun á netinu. Kom meðal annars fram að um 360.000 ,,stories" fara í gegnum instagram á hverri mínútu (reiknið þá á hverjum sólarhring). Það er ótrúlegt magn af persónuupplýsingum sem þarna er um að ræða. Myndir geyma til að mynda mikið af upplýsingum; af heimilinu, hvar við erum, með hverjum svo eitthvað sé nefnt. Einnig var skemmtileg samlíking á því hvernig allt sem við segjum og setjum á netið verður þar um ókomna tíð, það er ekki hægt að taka það til baka, ekki frekar en að troða tannkremi aftur inn í tannkremstúbuna.

Eftir fyrirlesturinn, fræðsluna og spurningarnar fengu svo börnin svokallaðan prófíl sendan til baka. Sýnir þessi prófíll hvernig einstaklingar þau eru á netinu.

 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is