Viðburðir

Nóvember er mánuður læsis í Setbergsskóla og hefst hann með lestrarspretti þar sem árgöngum er skipt niður á tímabil. Nemendur keppast við að lesa sem allra mest. Þeir fá aukinn tíma til yndislestrar og bókasafn skólans er vel nýtt. Nemendur skrá niður þær bækur sem þeir hafa lesið og áhersla er lögð á að gera afrakstur nemenda sem sýnilegastan.

Smásagnasamkeppnin í 8. – 10. bekk er sett í nóvember.

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember  sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í kringum þann dag er Stóra upplestrarkeppnin, sem 7. bekkir taka þátt í, sett á sal skólans. Sjöttu bekkingum er boðið á þann viðburð. Sama dag er Litla upplestrarkeppnin sett og taka  4. bekkir þátt í henni. 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is