Nesti
Morgunnesti
Börn eru misjöfn og ekki dugar öllum að fá einungis ávexti og grænmeti í morgunhressingu. Þeir nemendur sem þurfa meira í magann eða kjósa að vera ekki í áskrift hafa með sér létta og holla hressingu að heiman. Dæmi um hollt og næringarríkt nesti; gróft brauð, ávextir, grænmeti, soðið egg eða hreinar mjólkurvörur. Sjá nánar á vef landlæknis: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item48616/Ra%C3%B0leggingar%20um%20morgunnesti%20grunnskolanema%202022.pdf

Í öllum stofum er hægt að fá vatn að drekka hvenær sem er dagsins. Börnin eru hvött til þess að koma með glas eða brúsa að heiman sem þau geta geymt í skólanum.
Uppfært: 11.11.2022
- Eldri færsla
- Nýrri færsla