SKÓLASETNING ÞRIÐJUDAGINN 24. ÁGÚST

19.8.2021

Þriðjudaginn 24. ágúst verður skólasetning í Setbergsskóla fyrir 2. – 10. bekk. Vegna samræmdra sóttvarnaraðgerða í grunnskólum Hafnarfjarðar er skólasetning með breyttu sniði og aðeins hægt að bjóða foreldrum og forráðamönnum nýrra nemenda og nemenda 1. bekk að vera viðstadda skólasetningu. Allir nemendur fara beint í heimastofu þar sem þeir hitta umsjónarkennara.

Nemendur mæta til skólasetningar sem hér segir:

· Kl. 8:30 – 9:30:

o 2. bekkur: Gengur inn um aðalanddyri.

o 3. bekkur: Gengur inn um aðalanddyri.

· Kl. 9:00 – 10:00:

o 4. bekkur: Gengur inn um aðalanddyri.

o 5. bekkur: Gengur inn um aðalanddyri.

· Kl. 9:30 – 10:30

o 6. bekkur: Gengur inn um anddyri við litla matsal.

o 7. bekkur: Gengur inn um anddyri við lita matsal.

· Kl. 13:00 – 14:00:

o 8. bekkur: Gengur inn um aðalanddyri.

o 9. bekkur: Gengur inn um unglingadeildaranddyri.

o 10. bekkur: Gengur inn um unglingadeildaranddyri.

Kennarar og skólastjórnendur munu taka á móti nemendum við anddyri og fylgja þeim í heimastofur. Kennsla hjá 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Skólabyrjun hjá 1. bekk:

Foreldraviðtöl hjá 1. bekk verða dagana 24. og 25. ágúst, tveir foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með hverju barni. Umsjónarkennarar munu boða til viðtals með tölvupósti.

Kennsla hjá 1. bekk hefst kl. 8:30 fimmtudaginn 26. ágúst með stuttri athöfn á sal og er eitt foreldri velkomið með hverju barni.Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is