Hjólreiðar

Reiðhjól, hlaupahjól og létt bifhjól

Reiðhjól, hlaupahjól og létt bifhjól

Af öryggisástæðum er notkun reiðhjóla, léttra bifhjóla og hjólabretta ekki leyfð á skólatíma. Samkvæmt 44 grein umferðarlaga má barn yngra en 7 ára ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri. Því óskum við þess að nemendur í 1. bekk komi ekki á hjólum í skólann nema undir eftirliti fullorðinna.

Nemendur í 2. – 4 bekk mega koma á hjólum í skólann fari þau að settum umferðarlögum, með hjálma og læsi hjólum sínum við hjólagrindur eða aðra viðurkennda staði (grindverk) á skólalóðinni. Nemendum í 2. – 4. bekk er ekki heimilt að hjóla í Lækjarlaug.

Nemendum í 5. – 10. bekk er heimilt að koma á hjólum í skólann fari þau að settum umferðalögum með hjálma og læsi hjólum sínum við hjólagrindur eða aðra viðurkennda staði (grindverk) á skólalóðinni. Nemendur í 5. – 7. bekk er heimilt að hjóla til og frá Lækjarlaug og nemendur í 8. – 10 bekk heimilt að hjóla til og frá Kaplakrika. Nemendum sem eru orðnir 13 ára er heimilt að koma á léttu bifhjóli í flokki 1í skólann svo fremi sem farið er að reglum sem gilda um notkun slíkra hjóla.

Sjá nánar: https://eplica.samgongustofa.is/media/umferd/Lett-bifhjol-i-flokki-I.2017.3.pdf.

Við minnum á að samkvæmt lögum er öllum undir 16 ára aldri, á hjólum, hlaupahjólum, línuskautum og léttum bifhjólum, skylt að nota öryggishjálma og viðeigandi öryggisbúnað. Endurskinsmerki skal nota í skammdeginu og hjólin þurfa að vera með ljósum og glitaugum og öðrum þeim öryggisbúnaði sem gerir þau lögleg. Hjól skulu vera læst á skólatíma og bera nemendur ábyrgð á hjólum sínum. Hjólreiðar til og frá skóla eru alfarið á ábyrgð foreldra. Reiðhjólin má ekki nota á skólatíma (frímínútur falla undir skólatíma).

Nemendur sem velja að koma á hlaupahjólum í skólann gera það á eigin ábyrgð og læsa skal hlaupahjólum rétt eins og reiðhjólum fyrir utan skólann. Hjól má ekki nota á skólatíma. Sama á við um hlaupahjól og reiðhjól varðandi notkun viðeigandi öryggisbúnaðar eins og hjálma og hlífar. Foreldrar eru beðnir um að fylgja því eftir að farið sé að lögum og reglugerðum https://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-umferdarmalum/631_1999.pdf.

Uppfært: 8.10.2020 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is