Jóladagskráin í Setbergsskóla

7.12.2023

Nú fer að líða að jólum og styttist í stofujól og jólaböll hér í Setbergsskóla.

Fimmtudagur 14. desember:

  • Hátíðarmatur Skólamatar fyrir nemendur og starfsfólk. Þeir sem ekki eru í áskrift geta keypt stakan matarmiða fyrir fram í mötuneyti skólans. Verð 600 krónur.

Þriðjudagur 19.desember (skólastarf skv. stundaskrá):

  • Stofujólin verða á skólatíma og mega nemendur þá koma með sparinesti. Í Setbergsskóla er sparinesti gos eða ávaxtasafi (hámark ½líter.) og smákökur eða sætabrauð (t.d snúður eða kleinur). Við minnum á að Setbergsskóli er hnetulaus skóli.
  • Jólaskemmtanir verða á sal skólans hjá nemendum í 1.- 7. bekk á skólatíma.

Kl. 8:50 – 9:30: Jólaskemmtun á sal, 1., 2., 3. bekkur. Foreldrar velkomnir.

Kl. 10:40 – 11:10: Jólaskemmtun á sal, 4. og 5. bekkur. Foreldrar velkomnir.

  • 6. og 7. bekkir verða á báðum sýningunum þar sem þau halda uppi dagskránni með helgileik og jólasveinaleikriti.
  • Jólaball í samstarfi við Setrið verður í unglingadeildinni kl. 20:00-22:00. Nemendur í unglingadeild eru komir í jólafrí að loknu jólaballi.

Miðvikudagur 20.desember (skertur skóladagur).

      Jólaball

  • Nemendur í 2., 3. ,5. og 6 bekk mæta kl. 9:00-10:30.
  • Nemendur í 1. 4. og 7. bekk mæta kl. 11:00 - 12:30.

Krakkaberg er að sjálfsögðu opið fyrir börn sem þar eru skráð og verður þeim fylgt fram og til baka á jólaskemmtanir.

Skólastarf hefst aftur miðvikudaginn 3. janúar.

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Setbergsskóla


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is