Setbergsskóli sigrar í Stóru upplestrarkeppninni 2024

21.3.2024

Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla, sigraði í Stóru upplestarkeppninni 2024 sem haldin var í Víðistaðakirkju mánudaginn 19 mars. Axel Høj Madsson, Áslandsskóla, var í öðru sæti og Gerður Lind Pálmadóttir, Lækjarskóla, í því þriðja. Átján nemendurnir tóku við viðurkenningu úr hendi Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.Vandaður, fallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni 2024. Nemendurnir fluttu brot úr skáldverkinu Hetja, eftir Björk Jakobsdóttur og ljóð úr bókinni 2. umferð eftir skáld keppninnar, Braga Valdimar Skúlason. Þau Björk og Bragi Valdimar voru í salnum og hlýddu einnig á upplesturinn.Reynir Örn Sigrúnarson sem varð í 3. sæti í keppninni í fyrra kynnti ljóðskáld keppninnar.UpplesturReynir

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is