Foreldrarölt

Ágætu foreldrar,

Á undanförnum árum hafa foreldrar og forráðamenn, í samstarfi við foreldrafélag skóla  félagsmiðstöðvar og lögreglu, farið í skipulagt foreldrarölt á kvöldin um helgar. Um er að ræða sjálfboðaliðastarf foreldra sem snýst um að ná fram samstöðu þeirra á meðal við að fylgjast með útivist barna í hverfinu.

Markmið með foreldrarölti:

  • Að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist barna og unglinga og  koma í veg fyrir hópamyndun unglinga eftir að lögbundnum útivistartíma er lokið.
  • Að koma á tengslum milli foreldra í hverfinu sem eiga börn á unglingsaldri.
  • Að efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.
  • Að sýna unglingum góða fyrirmynd.
  • Að kanna hvað fer fram í hverfinu á kvöldin.
  • Að ná sambandi við þá unglinga sem eru úti við.
  • Að draga úr áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga.
  • Að vera til staðar ef unglingar eru illa á sig komnir og þarfnast aðstoðar.

Jafnframt er hægt að fylgjast með og stöðva foreldralaus partý í heimahúsum, kynnast hvert öðru svo ekki sé minnst á góða hreyfingu um hverfið. Foreldraröltið er góð nágrannavarsla og hefur skilað talsverðum árangri þar sem því hefur verið fylgt eftir.

Skipulag á rölti: Gengið  á föstudagskvöldi í u.þ.b. 2 - 3 tíma á bilinu 22:00-01:00. Gengið vítt og breytt um hverfið og sérstaklega á um staði þar sem líklegt þykir að krakkar safnist saman. Má  t.d. nefna Iceland, hraunið, leiksvæði og undirgöng. Þeir sem rölta taka með sér síma og setja í minnið nokkur mikilvæg símanúmer áður en lagt er af stað. Hægt er að hringja í starfsmenn Götuvitans til að fá aðstoð ef með þarf.  

Á þessari síðu er tengill á foreldrarölt frá árinu 2019 - 2020. Það er síðasta útgáfan af föreldrarölti frá Foreldrafélagi Setbergsskóla en ekki hefur tekist að koma röltinu á frá þessum tíma. Fyrirkomulagið var þannig að bekkjatenglar voru beðnir að taka að sér mönnun röltsins með því að auglýsa á bekkjarsíðum og hringja í foreldra til að hvetja þá til þess að taka þátt.

Búum börnum okkar öruggt umhverfi. Með þínu framlagi leggur þú lið við að gera Setbergshverfið öruggara.

Setrið: 555-2955
Götuvitinn: 664-5777
Neyðarlínan: 112

Stjórn foreldrafélags Setbergsskóla

Skipulag:

Uppfært: 24.11.2022


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is