Foreldrarölt

Ágætu foreldrar,

Meðfylgjandi er listi þar sem búið er að skipuleggja foreldrarölt í Setbergsskóla nú í vetur.  Fyrirkomulagið er þannig að bekkjafulltrúar eru beðnir að taka það að sér að manna röltið, þ.e. að auglýsa á bekkjarsíðum og hringja í foreldra til að hvetja til rölts. 

Megin tilhögun röltsins er sú að gengið sé að kvöldi föstudagskvöldi í u.þ.b. 2-3 tíma á bilinu 22:00-01:00. Gengið er vítt og breytt um hverfið og þá sérstaklega á þá staði þar sem líklegt er að krakkar safnist saman t.d. Iceland, hraunið, leiksvæði og undirgöng. Þeir sem rölta ættu að hafa með sér síma og setja í minnið nokkur mikilvæg símanúmer áður en lagt er af stað. Hægt er að hringja í starfsmenn Götuvitans til að fá aðstoð ef með þarf.  
 
Áríðandi er að skila skýrslu um röltið, hún þarf ekki að vera löng, aðalatriðið er að skrifa skýrslu um það helsta sem fyrir augu bar. Svo að við getum þegar skólaárið verður gert upp, gefið skýrslu til t.d. forvarnarfulltrúa, skólastjórnenda og lögreglu. Hægt er að senda skýrsluna á katla@toti.is

Umsjónarmaður foreldrarölts er Katla Sigurðardóttir - katla@toti.is

Setrið  s: 555-2955
Götuvitinn   s:  664-5777
Neyðarlínan:  112

Markmið foreldraröltsins er m.a.að koma í veg fyrir óeðlilega hópamyndun unglinga eftir löglegan útivistartíma, stöðva foreldralaus partý í heimahúsum, efla og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og vera góð fyrirmynd. Einnig er þetta góð leið til að kynnast hvert öðru svo ekki sé minnst á hreyfinguna. Foreldraröltið er góð nágrannavarsla og hefur skilað talsverðum árangri samanber nýlega könnun.

Búum börnum okkar öruggt  umhverfi. Með þínu framlagi leggur þú því lið að gera hverfið okkar öruggara.

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við umsjónamann foreldrarölts. Með von um gott foreldrarölt í vetur.

Stjórn foreldrafélags Setbergsskóla

{Skipulag:


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is