Jólahald í Setbergsskóla

15.12.2022

Nú fer að líða að jólum og styttist í stofujóla og jólaböll skólans.

Stofujólin verða mánudaginn 19. desember á skólatíma og mega nemendur þá koma með sparinesti. Í Setbergsskóla er sparinesti gos eða ávaxtasafi (hámark ½ l.) og smákökur eða sætabrauð (t.d snúður eða kleinur). Við minnum á að Setbergsskóli er hnetulaus skóli.

Jólaskemmtanir verða á sal skólans hjá nemendum í 1.- 7. bekk á skólatíma. Þetta er ekki skertur skóladagur.

  • · Kl. 9:00 – 9:40: Jólaskemmtun á sal, 1., 2., 3. bekkur.
  • · Kl. 10:20 – 11:00: Jólaskemmtun á sal, 4. og 5. bekkur.
  • · 6. og 7. bekkir verða á báðum sýningunum. 

Jólaball verður í unglingadeildinni 19. desember kl. 20:00-22:00.

Þriðjudaginn 20. desember verða jólaböll hjá 1.-7. bekk. Þetta er skertur skóladagur.

  • Nemendur í 2., 3. ,5. og 6 bekk mæta kl. 9:00-11:00
  • Nemendur í 1. 4. og 7. bekk mæta 11:00 - 12:30.
  • Nemendur í unglingadeild verða í fríi 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is