Vorönn hafin og LÆK verkefnið heldur áfram

8.1.2024

Nýtt skólaár hófst með krafti í síðustu viku og greinilegt að nemendur og starfsfólk hefur notið hátíðanna vel.

Í dag kom Gunnar Helgason og hitti á nemendur í unglingadeild með LÆK verkefnið sem Hafnarfjarðarbær setti í gang í haust. Í þetta skiptið kom Gunnar til að fá endurgjöf á LÆK-smásögurnar og einnig til að fá viðbótar hugmyndir frá nemendum til að fylla betur út í sögurammana. En eins og flestum er kunnugt byggja smásögurnar á hugmyndum frá nemendum grunnskólanna.

Laek-verkefnid

Hægt er að lesa meira um LÆK verkefni HÉR.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is