Vegna bólusetninga nemenda í 1.- 6. bekk

10.1.2022

Þriðjudaginn 11. janúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.- 6. bekk í Setbergsskóla kl.11:00. Er þetta gert til þess að foreldrar/forsjáraðilar hafi ráðrúm til að koma börnum sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Krakkaberg verður með venjubundna opnun á bólusetningardegi eða frá kl. 13:00-17:00. Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslunni og er foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is