SKÓLASETNING ÞRIÐJUDAGINN 23. ÁGÚST

16.8.2022

Skólasetning verður á sal skólans þriðjudaginn 23. ágúst sem hér segir:

· Kl. 8:30: 2. og 3. bekkur.

· Kl. 9:00: 4. og 5. bekkur.

· Kl. 9:30: 6. og 7. bekkur.

· Kl. 10:00: 8. bekkur.

· Kl. 10:30: 9. og 10. bekkur.

Fyrirkomulag skólasetningar hjá 2. – 10. bekk er á þá leið að nemendur mæta á sal skólans og þar verður stutt athöfn. Því næst fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur. Gera má ráð fyrir að nemendur séu í skólanum í um 60 mínútur á skólasetningardegi. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 2. – 10. bekk miðvikudaginn 24. ágúst.

Skólabyrjun hjá 1. bekk:

Foreldraviðtöl hjá 1. bekk verða dagana 23. og 24. ágúst. Umsjónarkennarar munu boða foreldra og forráðamenn til viðtals með tölvupósti.

Kennsla hjá 1. bekk hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 25. ágúst kl. 8:30 með stuttri athöfn á sal.

Mánudaginn 22. ágúst Kl. 16:30 – 18:00 verður ynningarfundur með foreldrum verðandi 1. bekkinga. Boðað verður til fundarins í tölvupósti.

Hlökkum til samstarfsins í vetur! 


Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is