Varðandi verkfall BSRB þriðjudag og miðvikudag

22.5.2023

Borist hefur nýtt bréf frá Mennta- og lýðheilsusviði vegna skólahalds í verkfalli en búið er að rýmka skólatímann.
Þær breytingar hafa verið gerðar varðandi skólahald að á morgun, þriðjudaginn 23. maí, verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 og svo aftur frá kl. 12:00. 
Miðvikudaginn 24. maí verður skólahald samkvæmt stundaskrá frá kl. 8:30 – 9:50 en engin starfsemi verður eftir hádegi þann dag.- Skólinn opnar kl. 8:20 þessa daga. Ekki verður boðið upp á morgungæslu. Við biðjum foreldra nemenda í 1. – 3. bekk að fylgja þeim að kennslusvæði kl. 8:30 og sækja þau kl. 9:50.
- Enn gildir það sama varðandi hádegismat nemenda, þ.e. að ekki verður hægt að bjóða upp á hádegismat fyrir nemendur í 1 - 4. bekk þar sem matartíminn þeirra er fyrir kl. 12:00 en nemendur í 5 - 10. bekk frá hádegismat eins og venjulega.
-Frístund verður opin eins og venjulega á þriðjudag. Engin frístund á miðvikudag.

Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is